Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 27
ALMANAK 1938
27
sprottin upp einlæg vinátta milli hans og séra Frið-
riks J. Bergmanns, málsvara þeirrar stefnu innan
kirkjufélagsins, er báðir héldu, fram til æfiloka. Átti
hann þá og líka mörg samverk með honum, er síðar
verður vikið að.
Að dæmi hinna Brezku þjóðflokka í landinu,
komu íslendingar í Winnipeg sér saman um, sumarið
1890, að taka upp almennan Þjóðminningardag. Jón
Ólafsson, ritstjóri og alþingismaður, er þá var bú-
settur í Winnipeg og meðritstjóri við “Lögberg”, var
aðal hvatamaður þess. Var honum í minni Þjóð-
minningardagurinn fyrsti, er haldinn var í Mil-
waukee, sjálfan Þjóðhátíðardaginn 2. ágúst 1874, og
mælti því með að sami dagur yrði valinn. Gekk alt
að óskum, og var hátíðin haldin þenna dag, og liðu
svo nokkur ár, en þá fóru að heyrast raddir er and-
mæltu deginum, hann væri óheppilega valinn. Dró
þetta til þess að menn skiftust í tvo öndverða flokka,
hélt annar flokkurinn fram 17. júní, en hinn, 2. ágúst.
Tveir fundir voru haldnir vorið 1897, mjög fjölmenn-
ir, til að þinga um þetta mál, en við atkvæðagreiðsl-
una fór svo að “annars-ágústs menn” urðu liðsterkari
á báðum fundunum og ákváðu þá hinir, er báru lægra
hlut að taka engan þátt í íslendingadagshaldi í Win-
nipeg meðan svo stæði. Skiftingin varð, sem næst, á
hinum sömu flokkslínum og áður, sú að breyting-
unni fylgdu þeir er hölluðust að kirkjufélaginu og
liberal stefnunni, en utankirkjumenn og íhaldsmenn
vildu engu breyta, en láta þar við sitja sem var.
Mörgum féll þessi klofningur illa, og þar á meðal
Ólafi, er fanst, sem fleirum, að eigi væru íslendingar
of fjölmennir, til þess að halda uppi virðingu sinm
út á við í canadisku þjóðlífi, þó þeir gætu verið einir
og óskiftir um þetta mál. En við þetta varð nú að
sitja um nokkur ár.
Út af þessari óeiningu, mun honum hafa hug-
kvæmst, þegar frá liðu stundir, að efna til nýs fé-
lagsskapar, ef betur mætti takast, er setti sér sama