Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Síða 28
28 ÓLiAFUR S. THORGEIRSSON:
markmið og upphaflega var stefnt að með íslendinga-
dagshaldi, enda fór þá íslendingadags samkomunum
hnignandi ár frá ári er dró fram yfir aldamótin. Varð
þetta, meðal annars til þess að stofnaður var “Klúbb-
urinn Helgi Magri”, veturinn 1902, er ólafur átti
aðal frumkvæði að. Kemur félag þetta mjög við
sögu íslendinga í Winnipeg-bæ framan af öldinni,
skal því skýrt frá stofnun þess, athöfnum og skipu-
Jagningu, eftir því sem þess er getið í gjörðabók
Klúbbsins.
Frá stofnun félagsins “Helga Magra” er svo
skýrt í fundarbók félagsins af hr. Hannesi S. Blöndal
er var skrifarinn fyrsta árið:
“Það var á Gvöndardag, 16. marzmánaðar 1902
að nokkrir menn komu saman í húsi J. G. Thorgeirs-
sonar að 662 Ross St., í Winnipeg eftir áskorun frá
Ólafi S. Thorgeirssyni í því skyni að ræða um að
stofna til félagsskapar með sér. Var þar fundur
settur og til fundarstjóra. kosinn 0. S. TJiorgeirsson.
Skýrði hann umræðuefnið fyrir fundarmönnum á þá
leið að honum hefði komið til hugar, að reyna að
stofna nokkurskonar “Klúbb”, þar sem menn gætu
komið saman sér til gamans, en þó væri augnamiðið
aðallega það, að styðja að viðhaldi íslenzkrar tungu
og efla þjóðrækni með Vestur-íslendingum. Lét
hann það jafnframt í ljósi, að sér hefði komið til hug-
ar að hyggilegra myndi að binda inntöku skilyrði
félagsmanna í Klúbb þenna við eitt einstakt hérað á
íslandi, áleit það meiri trygging fyrir því að Klúbbn-
um entist aldur, heldur en að hann væri að svo
komnu, gerður að einu allsherjar íslendinga félagi.
Lagði hann fram tillögu til grundvallar fyrir þenna
félagsskap, sem hér fylgir:
“Klúbburinn skal nefndur “Helgi Magri” og
skulu þeir einir hafa inngöngurétt í Klúbbinn, sem
fæddir eru í Eyjafjarðarsýslu og dvalið hafa þar
um 10 ára skeið. Þó má út af þessu breyta, geri
einhver ísl. sig verðugann þess á einhvern hátt, að