Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 31
ALMANAK 1938
31
undir þessa fyrirspurn forseta. Einn fundarmanna,
“var málinu mjög andvígur, áleit það langt fyrir neð-
an verkahring Klúbbsins.”
“Málið var lítið frekar rætt, bæði orðið fram-
orðið tímans, og svo var uppástunga gerð að slíta
fundi” bætir gjörðabókin við. En málinu átti eftir
að bætast fylgi. Um og rétt fyrir þetta leyti, flutt-
ust margir íslendingar, utan af landsbygðinni, inn
til bæjarins, er létu sig litlu varða hinar fyrri deilur,
en tóku þátt í báðum samkomu höldunum, að sumri
og vetri, hvarf þá að miklu leyti kurr þessi er risið
hafði út af deginum. Tók ólafur og brátt við kosn-
ingu í íslendingadagsnefnd og gegndi þeim nefndar-
störfum í mörg ár. Árin frá 1905 til 1914 voru
blóma ár bæði Klúbbsins og íslendingadagsins.
Fyrir fjórum fyrirlestra samkomum gekkst
klúbburinn, á fyrri árum sínum, og mun Ólafur hafa
miklu ráðið um þær. Fyrsta erindið flytur séra
Friðrik J. Bergmann 21. apríl 1903, um Gunnar á
Hlíðarenda. Er það birt í bók hans “Vafurlogar”, er
Ólafur gaf út 1906. Þá voru Þorrablót haldin öll árin
1903 til 14, en svo ekki aftur fyr en 1920, og er það
hið síðasta er haldið hefir verið. Þá gekkst Klúbbur-
inn fyrir aldarminningu Jónasar Hallgrímssonar (22.
nóv. 1907) og Jóns Sigurðssonar forseta (17. júní
1911). Aðal ræðumaður við báðar samkomurnar var
séra Jón Bjarnason. En umsvifamesta verkið er
Klúbburinn hafði með höndum á þessum árum var
fjársöfnun til styrktar ekkjum og skylduliði sjó-
drukknaðra manna við Faxaflóa árið 1906. Alls
safnaðist kr. 10,428.30, þar af kr. 1,000 úr sjóði fs-
lendingadagsins. Var fyrir fé þetta þakkað með
bréfi af Þórhalli biskup Bjarnarsyni 27. september
sama ár.*
* önnur samskot er Klúbburinn hefir gengist fyrir nú á
síðari árum, voru samskotin til spitalans á Akureyri 1920—
21 er námu kr. 11,211.82 og samskotin í jarðskjálftasjóð
Svarfdælinga sumarið 1934, er að mestu voru gefin af þáver-
andi forseta Klúbbsins Soffaníasi Thorkelssyni (hann gaf
kr. 5,000).