Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Side 33
ALMANAK 1938
33
fara með almenn mál að ekki væri hann tilnefndur.
Þannig átti hann sæti af og til í íslendingadagsnefnd
fram til síðari ára, og í stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins eftir að það komst á legg. í söfnunarnefnd
til Jóns Sigurðssonar minnisvarðans var hann kos-
inn (1910—21) og í hlutasölunefnd Eimskipafélags-
ins (1913—14). En áður en skilið er við að segja
frá félagsstarfsemi hans, skal tilfærður hér kafli úr
ræðu er hann flutti á 25 ára afmæli Klúbbsins “Helga
Magra”, og hvergi hefir áður verið birtur, er lýsir
hugarfari hans gagnvart þjóðlegum minningum og
íslenzku félagslífi, sýnir líka listhneigð hans og hug-
sæi:
“Vestur um haf höfðu margir Eyfirðingar fluzt
frá því fyrsta; þar á meðal nokkrir af Akureyri
kringum 1890 og staðnæmdust hér í Winnipeg. Voru
það handverksmenn eins og gerist svona upp og
ofan. Við vorum níu Eyfirðingarnir sem mynduð-
um Helga Magra Klúbbinn. Var sú tala auðvitað til-
viljun ein; en það voru líka níu menn hjá Jónasi, sem
nóttina áttu að stytta. Sumarið 1901 bættist í hóp
okkar gamall stallbróðir frá Akureyri, Páll Magnús-
son að nafni, söngmaður með afbrigðum og æfinlega
reiðubúinn til að syngja, og lét okkur aldrei í friði.
Ef hann hitti einhversstaðar tvo eða þrjá, þá hætti
hann ekki fyr en hann hafði fengið okkur til að taka
saman lag með sér. Þetta leiddi til þess að hugir okk-
ar drógust saman á ný, og við komum hvor til annars
í frístundunum og sungum alt sem kunnum. Höfð-
um við löngum sungið saman í æsku undir forustu
heilla karlsins okkar, Magnúsar Einarssonar, organ-
ista sem síðari hlut 19. aldar vann manna mest að
því að útbreiða sönglistina á Norðurlandi. Var hann
óþreytandi í því að smala saman ungmennum og
koma þeim til að syngja, vetur, sumar, vor og haust.
Er þessa hér minst vegna þess, að eg veit, að innan
veggja hér eru margir lærisveinar Magnúsar Einars-
sonar, sem bera í brjósti hlýhug og virðingu til öld-
ungsins sem enn er á lífi. Eins og geta má nærri,