Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 34

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 34
34 ÓLiAFUR S. THORGEIRSSON: rifjuðu upp þessar söngskemtanir okkar, ljúfar end- urminningar frá æskuárunum heima í Eyjafirði, þar sem við höfðum sungið marga kveldstundina undir berum himni, eins og svanir, svo að tók undir í fjöll- um beggja megin fjarðar. Mundum eftir þeim kvöldum, þegar veður var yndislegt, og gamli Mag- nús safnaði saman unglingunum og fór með okkur upp á einhverja hæðina fyrir ofan Akureyri, og lét okkur steypa hljómbylgjum yfir bæinn og fólkið, opnaði glugga og fór út úr húsum til að hlusta á sönginn, álíka eins og á sér stað, þegar hornleikara flokkar eru í skemtigörðum hér í Winnipeg, nema, náttúrufegurðin hér á sléttunum þolir engan saman- burð við þau himnesku sumarblíðu kveld, sem stund- um renna þar upp, þegar miðnætursólin gyllir láð og lög öllum regnbogans litum. Þangað vorum við komnir í anda nærri því sáum gamla Helga Magra landnámsmanninn góða, sem nam land alt utan frá Gjögrum fram til Jökla; sáum hann sigla og róa skip- um sínum inn fjörðinn, leggja. að landi við nes það, sem hann nefndi Kristnes, þar sem hann sté á íand með fólk sitt, búslóð og kvikfé og lagði blessun sína yfir landnámið, sem jafnan síðan hefir verið farsæl- asta hérað til lands og sjávar á okkar kæru fóstur- jörð. í þessu lá vakningin fyrir okkur, sem lengi höfðum dvalið fjarri fósturjarðar ströndum, eins og þar stendur. Það voru föðurlandssöngvarnir og þessar sýnir sem við höfðum séð og ekki séð, sem kom þessum fáu mönnum til að gera tilraun til að “stytta nóttina”. Bundumst við þá félagsböndum í því skyni að reyna að láta eitthvað gott af okkur hljóta, bæði til fósturjarðarinnar og þjóðarbrotsins, sem hingað hafði fluzt. Það var á fæðingardag Guð- mundar hins góða, sem í almanökunum íslenzku er nefndur “Gvöndardagur” og ber upp á 16. dag marz- mánaðar ár hvert, að klúbbur þessi var myndaður, árið 1902. Við skírðum klúbbinn “Helga Magra” eftir landnámsmanninum sem áður var minst á. Teljum það lukkuspor, að við létum þenna litla vísir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.