Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 35
ALMANAK 1938
35
heita eftir honum. í gömlum spakmælum segir, að
gæfa fylgi jafnan nafni.”-------
Þannig mælti hann og þannig hugsaði hann,
gagnvart íslandi og öllu því sem íslenzkt er.
Þótt Klúbburinn Helgi Magri hafi unnið margt
og þarft verk og væri hans sérstaki félagsskapur, þá
mun Ólafur þó vera kunnastur löndum sínum og
hans lengst verða getið, þó tímar líði fram, af ritum
þeim, er hann hefir safnað til og gefið út, og er þá
fyrst að nefna Almanakið. Er það eitthvert þarf-
asta og vinsælasta ritið er út hefir verið gefið vestan
hafs. Það er hvorttveggja í senn, sagnfræðilegt og
þjóðlegt, og er þá átt við Landnámssögu þættina, er
birst hafa þar árlega í siðastliðin 40 ár. Eru þeir að
mörgu leyti hin ágætasta heimild fyrir sögu íslend-
inga í Vesturheimi, verði hún nokkurntíma rituð, þó
eins og við sé að búast þar komi fyrir nokkrar
skekkjur bæði hvað ártöl og ættfærslu snertir. Fékk
hann þó hina kunnugustu menn í hverju bygðarlagi
til að safna heimildum og rita þætti þessa, enda eru
sumir þeirra snildarlega úr garði gerðir. Hefir Al-
manakið náð almennum vinsældum fyrir þá, bæði
austan hafs og vestan.
Saga og tildrög Almanaksins er saga áhugamála
útgefandans sjálfs. Mun hann snemma hafa farið að
hugsa fyrir útgáfu þessari og fyrirmyndin hafa
verið Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags er notið
hefir ætíð almennra vinsælda. Fyrsta Almanakið er
hann semur og býr til prentunar er hið svonefnda
Almanak “Lögbergs” yfir árið 1889. En eigi lætur
hann sín getið við þá útgáfu, en eins og þreifar fyrir
sér með henni hvaða viðtökum íslenzkt almanak
myndi líklegt að sæta meðal almennings. Um þessar
mundir var mikið rætt um þörfina á því að byrja
þegar að safna heimildum að landnámssögu íslend-
inga í Vesturheimi áður en heimildarmennirnir, er
hófu fyrstu bygðarlögin væri allir komnir undir
græna torfu. Ekkert lagði Ólafur til þeirra mála, en
sýnilega er honum bent þar á verkefnið er hann vildi