Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Síða 45
ALMANAK 1938
45
Kristjönu fyrst um skeið, en síðan giftust þau,
bjuggu þau síðan rausnarbúi í Argyle til vorsins
]920, að þau brugðu búi og fluttu til Glenboro, og
áttu þau þar prýðis laglegt heimili og myndarlegt.
Theodór dó 25. jan. 1935 en Kristjana býr þar enn.
Theodór var dugnaðar maður og hygginn bóndi og
efnaðist vel við búskapinn. Heimilið í Argyle var
hið vandaðasta, bær og útihús bygt upp með risni
mikilli og smekkvísi, hann var snyrtimaður og kona
hans engu síður. Skóg ræktaði hann umhverfis
heimilið, sem var til mikillar prýði. Þátttaka þeirra
í almennum málum var hin drengilegasta. Þau voru
trúrækin og vildu ekki vamm sitt vita, mannlunduð
og fastheldin við það bezta í íslenzkri þjóðarsál. —
Theodór var höfðingi í lund og í erfðaskrá sinni á-
nafnaði hann höfðinglegar gjafir til stofnana Lút-
erska kirkjufélagsins og Bjarma á íslandi.
Börn þeirra Theodórs og Kristjönu eru: 1. Anna,
gift Albert A. Sveinsson bónda í Argyle, er hann
sonur Árna Sveinssonar frá Tungu í Fáskrúðsfirði
og konu hans Guðrúnar Helgu Jónsdóttir Jónssonar
frá Gilsárstekk í Breiðdal. 2. Guðrún, gift Halli A.
Thorsteinsson frá Brekku í Hróarstungu á Austur-
landi, var hann bóndi í allmörg ár hjá Glenboro,
mesti myndarmaður, dáinn 24. febrúar 1934, býr
Guðrún nú með móður sinni.
Börn Kristjönu af fyrra hjónabandi eru: Kristín
gift Snæbirni A. Anderson í Glenboro, (sjá þátt hans
hér í Alm.). 2. Jakobína gift Sveinbirni Jónssyni
Sveinbjörnssonar bónda að Kandahar, Sask. 3.
Kristján, bóndi í Peace River héraðinu í Alberta,
giftur Elmu Magnúsdóttir Guðlaugssonar þar úr
bygð. 4. Helgi, bóndi, ógiftur á sama stað.
Bræður Theodórs voru: Siggeir Kristján,
Tryggvi og Gunnar, bændur í íslenzku bygðinni í
Alberta. En systur Kristjönu voru þær Anna kona
Jóns Hjálmarssonar frá Sandvík í Bárðardal og Guð"
rún kona Sigmars Sigurjónssonar frá Einarsstöðum
í Reykjadal, móðir séra Haraldar Sigmar.