Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 46
46 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
Andrés Andrésson (Anderson). Fæddur á Héð-
inshöfða á Tjörnesi um 1840, bjó hann lengi á Sig-
urðarstöðum í Bárðardal. Síðasta árið á íslandi var
hann og fjölskyldan á Akureyri. Hann flutti vestur
um haf 1887 og settist að í Argyle-bygð og var þar
gildur bóndi, nefndi hann bæ sinn “Gilsbakka”, er
það um tvær mílur austur frá kirkju Frelsissafnað-
ar. 1922 brá hann búi og flutti til Glenboro, bygði
sér þar snoturt og vandað heimili og bjó þar til
dauðadags 4. jan. 1928. Hann var tvígiftur, var
fyrrikona hans Vigdís Friðriksdóttir, var hún systir
Einars Friðrikssonar í Svartárkoti í Bárðardal, síðar
í Reykjahlíð, hún dó hér vestra. Síðari kona
hans var Sesselja Eiríksdóttir Pálssonar frá Hey-
kollsstöðum í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu. Eru
lifandi 2 synir frá fyrra hjónabandi: Snæbjörn,
giftur Kristínu Jakobsdóttir Helgasonar og Páll, gift-
ur Guðrúnu Jóhönnu Ivristjánsdóttir Hannessonar;
eru þeir báðir búsettir í Glenboro og er þeirra nánar
getið í öðrum þætti.
Af síðara hjónabandi: 1. Sigurður, giftur Han-
sínu Jóhannsdóttir Gottfred Jónassonar og konu
hans, Sigurbjargar frá Langruth. 2. Eiríkur, giftur
Önnu Þorsteinsdóttir Sveinssonar og konu hans
Kristínar Jóhannesdóttir frá Lundi í Höfðahverfi í
Þingeyjarsýslu. 3. Stefán S. Stefánsson (stjúpsonur
Andrésar) sonur Sesselju, dáinn 16. maí 1932.
Sesselja dó 11. sept. 1933.
Snæbjörn A. Anderson. Fæddur á Sigurðarstöð-
um í Bárðardal 8. maí 1875. Foreldrar: Andrés
Andrésson og Vigdís Friðriksdóttir, sem getið er i
næsta þætti á undan. Vestur um haf kom hann með
íoreldrum sínum 1887. Síðasta árið á íslandi var
hann á Akureyri; reri hann það sumar til
fiskjar og tók fullan hlut 12 ára gamall. í Argyle
ólst hann upp á “Gilsbakka” til fullorðins aldurs hjá
foreldrum sínum, ungur fór hann að vinna við akur-
yrkju verkfæraverzlanir í bæjunum í kring, en síðan