Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 54
54 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
dóttir prófasts í Stafholti, Sæmundssonar prests á
Útskálum. Kona Gísla er Lára Signý Vigfúsdóttir,
fædd á Flatey á Mýrum í Skaftafellssýslu; er ætt
hennar vestan undan Eyjafjöllum, kom hún vestur
um haf 1900. Börn þeirra eru: 1. Sigríður; 2. Gestur
Markús; 3. Lillian Valentine.
Stefán S. Jónsson. Fæddur á Landamóti í
Köldukinn í Þingeyjarsýslu 17. ágúst 1861. For-
eldrar: Jón Sveinbjörnsson og kona hans Lilja Stef-
ánsdóttir. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum til
fullorðins ára, hann giftist heima Ástu Sigurbjörns-
dóttur Jóhannssonar skálds frá Fótaskinni og bjó
hann á Vargsnesi og Naustavík í Köldukinn þar til
hann flutti vestur 1901. Hann var fyrst í Argyle-
bygðinni ,en kom til Glenboro 1903 og hefir búið þar
síðan. Hann vann lengi á járnbrautinni, slasaðist
þar fyrir mörgum árum all-hættulega, og lá lengi við
dauðans dyr, en komst þó til heilsu aftur en aldrei
jafngóður, Stefán var dugnaðar maður og trúverð-
ugur í starfi sínu; var mesti hraustleika maður áður
en hann slasaðist. Hann hefir komist allvel af.
Konu sína misti hann 1926. Börn þeirra eru hér
talin: 1. Laufey, gift Andrési Jónssyni frá Winnipeg,
búa í Blaine, Wash.; 2. Ingólfur, giftur skozkri konu,
býr í Winnipeg; 3. Jakobína, gift enskum manni í
Winnipeg; 4. Kristbjörg, gift kona í Köldukinn á ís-
landi; 5. Sigurbjörn á Hrappsstöðum í Bárðardal, ó-
giftur; 6. Svafa, gift hérlendum í Edmonton; 7. Þór-
hallur, giftur hérlendri konu, býr í Winnipeg; 8.
Ruby, ógift, einnig í Winnipeg.
Halldór Árnason, var fæddur á Krossastöðum á
Þelamörk í Eyjafirði 1845. Foreldrar hans voru
Árni Kristjánsson og kona hans Margrét Halldórs-
dóttir, 12 ára, gamall fluttist hann að Staðartungu í
Hörgárdal, 19 ára misti hann föður sinn, stóð hann
þá fyrir búi móður sinnar þar til hann var 24 ára
gamall. Vinur Halldórs, Sigfús Bergmann er bjó á
Auðbrekku í Hörgárdal flutti til Ameríku 1882,