Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 55

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 55
ALMANAK 1938 55 hvatti hann Halldór til vesturferðar, og flutti hann því vestur um haf 1883, fór hann til Dakota nýlend- unnar, hafði hann gert sér von um að ná þar heimil- isréttarlandi, en sú von brást, voru öll lönd upptekin. Var hann í Dakota þar til 1890 og leið bærilega, en vann alt af hjá öðrum. Þráði hann að verða sjálfum sér ráðandi, flutti því til Argyle það ár, og keypti þar land, þó félítill væri, byrjaði búskap og farnað- ist vel, borgaði landið og varð vel sjálfstæður. Var hann mesti dugnaðar og fyrirhyggju maður, ábyggi- legur í öllum viðskiftum, stóðu orð hans sem stafur á bók. Halldór var tryggur vinnumaður, var hann nokkur ár hjá Eiríki Bergmann í Dakota, bætti hann árlega við kaup hans, kaus það heldur en að missa hann, lagði hann hart að honum síðast að vera kyr, en Halldór var þreyttur á vinnumenskunni og þráði að vera sjálfs síns herra. Hann giftist 1867 Jóhönnu Sigurlaugu Jónsdóttir, var hún fædd á Rútsstöðum í Eyjafirði 1842, systir Karolínu er giftist dr. Jóni Þorkelssyni yngra. Jóhanna var væn kona og gáfuð. Tvær dætur áttu þau hjón: 1. Nönnu, er giftist Bald- vin Sigurðsson, ættuðum frá Eyjafirði, dó hún fyrir mörgum árum hér í bygðinni, en hann dó vestur á Kyrrahafsströnd og 2. Margrétu, ekkju Hannesar Hannessonar Jónssonar frá Kolþernumýri í Húna- vatnssýslu. Var hann merkur bóndi í Argyle-bygð- inni um fjórðung aldar, er hans getið hér í sérstökum þætti. Fósturson áttu þau einnig er Halldór Þor- steinsson hét, frá Öxnhóli í Eyjafirði. Var Þorsteinn þessi vinur Halldórs. Skömmu fyrir andlát sitt hafði hann orð á því við Halldór að hann mundi eiga skamt ólifað, og bað hann líta til með drengnum. Tók hann drenginn til fósturs; var hann 14 ára er Halldór réðst til vesturferðar, vildi drengurinn ekki fara og varð eftir. Kom hann seinna vestur og heimsótti fóstur- foreldrana, en hvarf aftur til íslands. Halldór Árnason var þrekmaður og jötun að burðum, og í öllu var hann mesti sæmdarmaður, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.