Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 58

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 58
58 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON: ára að aldri. Var hugsjónamaður með mentalöngun; lauk hann kennaraprófi innan tvítugsaldurs, og kendi skóla þar til hann innritaðist í herinn. (Sjá æfiminningu hans í Hermannaritinu bls. 444). Sigmar Þórarinn Friðbjarnarson er fæddur á Björgum í Köldukinn í Þingeyjarsýslu 19. júlí 1870. Foreldrar hans voru: Friðbjörn Jónsson og kona hans Margrét Jónsdóttir, er hann bróðir Kristjáns sem hér er getið að framan. Kona hans er Ólöf Magnús- dóttir Jóakimssonar, er var nafnkunnur yfirsetu- maður. Jóakim bjó á Hússungsstöðum í Fjörðum í Þingeyjarsýslu, er sagt að hann um sína daga hafi tekið á móti 98 börnum. Móðir Ólafar var Ólöf Jón- asdóttir. Ragnheiður hét kona Jónasar. Ólöf var fædd á Tindranastöðum í Fjörðum 5. des. 1872 og voru þau systkini 14. Þau Sigmar og Ólöf bjuggu á Húsavík áður en þau fluttu vestur, sem var árið 1910. í Glenboro hafa þau alt af búið síðan. Sigmar hefir lengst unnið á járnbrautinni, en hefir nú látið af þeim starfa fyrir aldurs sakir. Þau hjón eiga mynd- arlegt og snoturt heimili, ber alt merki snyrtimensku bæði inni og úti, hefir þeim farnast vel í lífsbarátt- unni. Gott hafa þau lagt til félagsmála, verið sam- vinnuþýð og ábyggileg í viðskiftum við fólk. Tvo sonu eiga þau á lífi: 1. Sigtrygg, giftan hér- lendri konu, býr í Stockton, Man., og stundar járn- brautarvinnu; 2. Sigurð Friðrik, ógiftan heima hjá foreldrunum, hefir útfararstofu í bænum. Dóttur fulltíða mistu þau fyrir nokkrum árum, Þóru að nafni . Ellis Guðfinnur Sigurðsson, fæddur við River- ton, Man., 1898. Foreldrar Björn Sigurðsson frá Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði og Jóhanna Antoníusdótt- ir. Ellis fór ungur að heiman og út í heiminn, því hann var strax á unga aldri reiðubúinn að heyja stríð, og var æfintýragjarn. Hann innritaðist í her- inn í stríðinu mikla í maí 1918 og sigldi til Englands og var þar við heræfingar er stríðinu lauk. Eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.