Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 60
SAFN TIL LANDNAMSSÖGU
ÍSLENDINGA I VESTURHEIMI.
Drög til landnámssögu íslcndinga
viö noröurhluta Manitobavatns.
Eftir Guöm. Jónsson frá Húsey
Framhald frá 1937.
Það eru nú liðin 23 ár síðan Jón frá Sleðbrjót
ritaði um landnám á þessum stöðvum. Þá var bygð-
in óðum að þéttast og færast út, en þó óbygðir kafl-
ar á sumum stöðum, en á öðrum stöðum of þétt-
býlt. Var því engin festa komin á bygðina. Margir
þeirra er þá voru taldir landnámsmenn, fluttu burtu
áður en þeir náðu eignarhaldi á löndum sínum; aðr-
ir seldu þau og fluttu burtu. Allmargir hafa dáið,
og aðrir sezt að löndum þeirra. Synir hinna eldri
landnema hafa tekið lönd eða keypt, og byrjað bú-
skap, svo nú eru fáir landeigendur hér af þeim sem
áður voru taldir landnámsmenn. Bygðin var víða
orðin of þétt skipuð, því það reyndist svo, að ekki
var lífvænlegt á litlu landrými með gripabú, sem
er aðalatvinnuvegur bænda hér. Stjórnarlönd hafa
verið keypt eða numin svo nú má kalla að öll lönd
séu orðin bændaeign í sveitinni, þau sem nýtileg eru.
Bændum hefir því víða fækkað, en landeignir aukist
hjá þeim sem eftir eru. Má því kalla að nú sé meiri
festa komin á bygðirnar og meiri líkur til að hún
haldist. Eg hefi því samið stutt yfirlit yfir stærstu
breytingarnar sem orðið hafa í þessum bygðum og
flokkað þær eftir pósthéruðum, sem nú eru mjög
breytt frá því sem áður var.