Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Qupperneq 65
ALMANAK 1938
65
ríður Pétursdóttir Halldórssonar, bónda í Brúnagerði
í Fnjóskadal. Halldór var bróðir konu Kristjáns á
Ulhugastöðum, föður Kristjáns amtmanns.
Jón Klemens fluttist vestur um haf 1905 og
settist fyrst að við Baldur, P. 0., og dvaldi þar 6 ár;
síðan á ýmsum stöðum, þar til 1915 að hann tók hér
land á austur helmingi af Section 6, T. 26—8. Var
hvorugt landið heilt og fékk hann því það sem þurt
var af þeim báðum. Kona hans var Þuríður Jóns-
dóttir, Erlendssonar bónda á Brettingsstöðum, og
konu hans Kristbjargar Guðlaugsdóttur frá Ásta-
gerði við Mývatn. Synir þeirra tveir hafa nú tekið
lönd hér í nágrenninu: Ásgeir, fæddur 3 marz 1907,
á N.E. 7—26—8. Kona hans er Halldóra Eyjólfs-
dóttir Sveinssonar, sem getið er í landnámsþætti
Narrows-bygðar 1914. Björn sonur Jóns hefir numið
land á S.E. 7—26—8. Hann er fæddur 5. júlí 1892.
Kona hans er Rut Pálsdóttir Robertson; var hann af
norskum ættum, en móðir hennar er Þórey systir
Eyjólfs Sveinssonar, föður Halldóru konu Ásgeirs.
Silver Bay hét Dog Long Bay, þegar hinir fyrri
landnámsþættir voru ritaðir. En þegar pósthús var
sett þar, þá var nafninu breytt. Fyrsti póstaf-
greiðslumaður þar var:
Jóel Gíslason, og er hans getið í hinum fyrri
þáttum. Hann er nú dáinn, en synir hans þrír eru
nú búendur á þeim stöðvum. Júlíus hefir eignast
heimilisréttarland föður síns, S.E. 5—26—8 og hefir
póstafgreiðslu á hendi. Þorvaldur hefir keypt land á
N.E. 33—25—8. Það land nam áður Páll Guðmunds-
son, sem nú er dáinn. Gísli Jóelsson hefir numið lanó
á N.W. 33—25—8.
Björn Beck var einn af hinum fyrstu landnáms-
mönnum á þessu svæði. Hann er nú dáinn og kona
hans, en land hans erfði Svafar Guðmundsson, en
Petra móðir Svafar var fósturdóttir Björns. Svafar