Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Síða 67
ALMANAK 1938
67
Sigurður Sigurðsson er fæddur í Ásmúla í Rang-
árvallasýslu 1878. Þar bjó faðir hans og forfeður.
Móðir Sigurðar var Guðný Guðmundsdóttir prests og
skálds á Torfastöðum í Biskupstungum. Sigurðar er
getið lauslega í þætti Narrows-bygðar 1914, en hann
var þá nýkominn í bygðina og að litlu kunnur).
Sigurður flutti vestur um haf veturinn 1910 og
kom til Winnipeg 8. jan. það ár. Hann flutti þá
strax út í þessa nýlendu, til Guðm. bróður síns, sem
hingað var kominn áður. Um vorið kvæntist hann
Jónínu Hallsdóttur frá Sleðbrjót, sem getið er í þætti
Narrows-bygðar. Hann nam land sama vor á S.W.
16—25—8 og byrjaði þar búskap með lítil efni. En
það kom brátt í ljós að hjá þeim hjónum störfuðu
saman hugur og hendur, því á fám árum komust
þau í góð efni, þrátt fyrir vaxandi ómegð með ári
hverju. Eftir 9 ára búskap seldi hann land sitt, en
keypti aftur land vestur við Manitoba-vatn af Láru
Freeman á 22—25—9 og hefir búið þar síðan.
Síðar keypti hann lönd á 23—25—9, og hefir þar
landrými mikið, því óbyggileg lönd liggja nærri sem
hentug eru fyrir beitilönd. Sigurður hefir manna
bezt sýnt hvað hægt er að komast áfram í þessum
sveitum með hagsýni og dugnaði þótt ekki séu löndin
kostarík. Hann hefir stórt gripabú, og hefir þó lagt
í mikinn kostnað, bygt vandað timburhús með mið-
stöðvarhitun og gert ýmsar umbætur aðrar á eign
sinni. Má nú telja hann með auðugustu bændum í
bygðum þessum, og auður sá er aðeins handafli
þeirra hjóna, því ekki hafa þau auðgast á annara
kostnað. Heimili þeirra er svo afskekt að ógerlegt
var að nota skóla þaðan; hefir hann því haldið heim-
iliskennara handa börnum sínum en þau eru þessi:
Sigurveig Þóranna, Sigurlín, Sigurður, Jón, Leó og
María. Flest eru þau nú fullþroskuð og hin mann-
vænlegustu. öll hafa þau verið heima til þessa, nema
elsta dóttir þeirra, sem er gift ólafi Thorlacíus sem
síðar verður getið.