Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 76
76 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
og hefir gott bú. Kona hans heitir Emily, og er af
þýzkum ættum. Þau eru barnlaus.
Karl Kernested er fæddur 16. okt. 1886. Faðir
hans var Páll Kernested bóndi við Narrows, og er
hans getið í þætti Narrows-bygðar 1914. Kona Karls
er Lilja Benjamínsd. frá Geysirbygð í Nýja íslandi.
Karl ólst upp hjá föður sínum, þar til hann kvæntist
og nam land 1913 á S.W. 14^-25—9 og keypti síðai'
austurhelming af sömu section. Hann á nú gott bú
og myndarlegt heimili. Börn hans eru: Leonard
Herdís, Norma, Guðný, Jósef, Clifford, Philip, Karl,
Valdimar og Shirley. Börnin eru nú flest fullþrosk-
uð og dvelja öll heima.
Snæbjörn Gíslason er fæddur 13. sept. 1905.
Faðir hans er Arnljótur Gíslason, bróðursonur séra
Arnljótar Ólafssonar, prests á Sauðanesi. Er þeirra
hjóna getið í þætti Narrows-bygðar 1914. Snæbjörn
er ókvæntur og dvelur hjá föður sínum, en hefir
numið land á N.E. af 25—24—10.
Jón Gíslason er bróðir Snæbjarnar sem getið
er í næstu grein hér á undan. Hann er fæddur 5.
febr. 1897. Kona hans er Margrét Guðmundsdóttir
Sigurðssonar á Ashern, er hans áður getið í þáttum
þessum. Börn þeirra eru: Sigurlína, Hólmfríður,
Arnljótur Arnþór og Guðjón. Land hefir hann
numið á S.E. af 16—24—9 og annað land, N.A. 19—
24—9 og býr hann þar góðu búi.
Gísli Sigfússon er fæddur 14. des. 1900. Foreldr-
ar hans eru Sigurður bóndi Sigfússon við Oak View,
og kona hans Margrét Illugadóttir. Er þeirra getið
í þætti Narrows-bygðar 1914. Kona Gísla er Anna
Asgarsdóttir Sveistrups, sem getið er í hinum fyrri
þáttum. Gísli hefir numið land á 21—24—9 og hefir
auk þess eignast lönd þau er faðir hans átti og á
því rúmlega 4 lönd. Gísli er greindur maður og
gætinn, sem hann á kyn til, og líklegur til að verða