Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 80
80
ÓLiAFUR S. THORGEIRSSON:
flutti hann til Djúpavogs 1884 og kvæntist þar ári
síðar Elínu. Árið 1891 fluttu þau að Búðum í Fá~
skrúðsfirði, og þar dvöldu þau þar til 1900, að Sveinn
Sveinn Árnason Skaptfell Elín Katrín Jónsdóttir
fluttist vestur um haf, en kona hans ári síðar;
efnahagur þeirra leyfði ekki að þau gætu orðið sam
ferða. Sveinn nam land á section 1—24—10 W, og
bjó þar nokkur ár. Seldi síðan landið og flutti ti!
Selkirk og hefir dvalið þar síðan. Þau hjón hafa
eignast 10 börn, þar af eru 8 á lífi. Þan eru: Jó-
hanna, ekkja eftir Vilhjálm Guðnason frá Vest-
mannaeyjum; Þóra, gift Sigurgeiri Austman í Sel-
kirk; Steindór, ógiftur heima á íslandi; Emma,
gift Jóni Thorlacíus við Silver Bay; Jónína, kennari
við alþýðuskóla í Manitoba; Kristbjörg, gift Haraldi
Sigurðssyni í Westbourne; Steinunn, ógift; Einar
kvæntur skozkri konu í Westbourne.
Sveinn er greindur maður og fróður um margt,
en einkennilegur og semur sig lítið að skoðunum og
háttum annara. Þau hjónin eru bæði hraust og
bera vel ellina.