Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Blaðsíða 84
84 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
nokkrum árum keypti hann verzlunarhús hinnar
fyrri verzlunar og fyrir 3 árum bygði hann vandaí
íbúðarhús, og hefir lagað mjög allar byggingar og
umhverfi þeirra. Einnig hefir hann keypt tvö lönd
í nágrenninu og er nú að koma upp snotru gripabúi
Björn kvæntist 1924 Ingibjörgu Jónsdóttur
Jónssonar frá Sleðbrjót, og er sú ætt mörgum kunn.
Ingibjörg er fædd 25. ág. 1896, þau eiga einn son sem
Björn heitir. Björn er skarpur námsmaður, og hefir
lagt mikla stund á íslenzk fræði. Hann á stórt bóka-
safn af íslenzkum og enskum bókum, og les mikið.
Hann er vinsæll og vel metinn og hefir haft á hendí
ýms trúnaðarstörf í bygðinni.
Magnús Jóhannesson
er fæddur 10. júní 1876.
Faðir hans var Jóhannes
Einarsson, er lengi bjó á
Hrappsstöðum í Vopna-
firði. Faðir Einars hét
Jóhannes, og bróðir hans
var Þorvaldur langafi
próf. Richards Beck. Er
sú ætt úr Kelduhverfi.
— Móðir Magnúsar var
Þóra Einarsdóttir frá
Ytri-Tungu á Tjörnesi.
Magnús ólst upp hjá for-
eldrum sínum, þar til
hann fluttist vestur um
haf árið 1905. Dvaldi
hann á ýmsum stöðum hér í landi þar til 1927, að
hann fluttist hingað í bygðina frá Selkirk. Keypti
hann þá land af Arnfinni Jónssyni tengdabróðir sín-
um á N.W. 10—23—9 og hefir búið þar síðan. Hann
hefir numið land á 10—23—9. Kona Magnúsar er
Margrét Jónsdóttir Arnfinnssonar frá Hliðarhúsum í
Jökulsárhlíð. Er'hans getið í þætti Siglunesbygðar
1914. Margrét er fædd 17. sept. 1890. Börn þeirra
eru: Sveinbjörg, Þóra, Margrét, Jóhann og Lára,
Magnús Jóhannesson