Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Síða 85
ALMANAK 1938
85
Ingólfur Friðriksson er fæddur á Þórshöfn í Þing-
eyjarsýslu 1901. Faðir hans var Friðrik Guðmunds-
son, bóndi á Hólsseli á Fjöllum, og er sú ætt alkunn.
Móðir Ingólfs var Þorgerður Jónsdóttir, síðari kona
Friðriks. Ingólfur ólst upp hjá foreldrum sínum og
fluttist með þeim vestur um haf 1903. Hingað í
bygðina flutti hann 1923 og kvæntist sama ár Esther
óladóttur Larson; hún er svensk að ætt. Ingólfur
nam land á S.W. 21—23—9 og hefir búið þar síðan.
Börn hans eru: Leonard Jakob, Doreen, Þorgerður,
Linda, Lorna og Dennis.
Stefán Hallsson er fæddur 20. apríl 1888 á Hræ-
rekslæk í Hróarstungu. Faðir hans var Eiríkur
Hallsson bóndi þar en móðir hans var Anna Jóns-
dóttir, kona Eiríks. Stefán ólst upp hjá foreldrum
sínum og fluttist með þeim vestur um haf 1903. Hér
vann hann á ýmsum stöðum þar til 1920 að hann
keypti tvö lönd N.W. 21—23—9 og 20—23—9 og
reisti þar bú. Þessi lönd voru áður eign Guðmundar
Goodmans, og er hans getið í þætti Narrows-bygðar
1914. Kona Stefáns er Unnur Jónsdóttir Hörgs.
Mun ætt hennar vera úr Þingeyjarsýslu. Börn þeirra
eru: Gísli, Sigurður, Sæmundur Stefán, Anna Eiríka
og Sigríður.
Gísli Hallsson er fæddur á Hrærekslæk 2. ág.
1887. Hann er albróðir Stefáns sem getið er í næsta
þætti hér á undan og kom að heiman með föður sín-
um. Var hann fyrst fiskimaður á Manitoba-vatni og
græddist allvel fé. Síðar keypti hann tvö lönd með
góðum byggingum af Friðfinni O. Lingdal og hefir
búið þar síðan. Landareign Gísla Hallssonar er N.W.
% af 22, og partur af suður helmingi af sömu section
á Township 23 R. 9. Kona Gísla er Guðrún Péturs-
dóttir Vigfússonar og Guðrúnar Pétursdóttur; voru
þau bæði af Seyðisfirði eystra. Kona Péturs var
Anna Hjálmarsdóttir ættuð af Suðurlandi. - Börn
Gísla eru: Stefán Pétur, Arnold, Eiríkur og Anna.