Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Qupperneq 94
94 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
þau hjón þar sæmilegu búi rúm sex ár. Haustið 1905
seldi Sveinn búslóð sína alla og landið litlu síðar.
Næsta vor, (1906) gekk hann í þjónustu Great
Northern járnbrautarfélagsins og vann hjá því fé-
lagi nokkur ár í Norður Dakota og síðast í Seattle
í Washington. Árið 1916 bauðst Sveini skrifstofu-
staða hjá Flotamálaráði Bandaríkjastjórnar í Brem-
erton, Washington, og þeirri stöðu hefir hann gegnt
síðan, nú samfleytt í 20 ár.
Ýmiskonar félagsskapur myndaðist meðal ís-
lendinga furðulega snemma á árum nýlendunnar að
Brown. Fylgdist Sveinn með flestu í þá átt og þau
hjón bæði eftir mætti. Sveinn mun hafa átt frum-
kvæði að myndun skólahéraðs í eystri hluta bygðar-
innar og hann og Páll Tómasson beittust fyrir mynd-
un lúðraflokks, sem Sveinn tilheyrði meðan ham
bjó þar í bygðinni.
Þau hjónin Sveinn og Sigurbjörg eiga fjórar
dætur á lífi, nú allar uppkomnar og giftar:
1. Árný Soffía Gunnþórunn, fædd að Akra í Norð-
ur Dakota 2. feb. 1896. Gift í Bremerton, Wash-
ington 19. marz 1920, Virgil Epp Blankenship,
málmsuðumanni (electric welder), af írsk-
skozkum ættum. Búa þau nú í Bremerton og
eiga einn son, Virgil (yngri!, (f. 5. marz 1921).
2. Ingigerður Andrea Kristín, fædd að Hallson í
Norður Dakota 13. des. 1896. Gift í Seattle,
Washington 28. júlí 1919 William Henry Moore,
gólfgerðarmanni, af enskum ættum. Þau búa í
San Diego í Californíu og eiga tvo syni: Theo-
dore Henry (f. 17. marz 1925), og Victor Svein
(f. 5. nóv. 1926).
3. Sigurbjörg Anna, fædd að Brown í Manitoba 29.
júlí 1902. Gift í Santa Paula í Californíu 28.
nóv. 1929 Charles Franklin Keebaugh, ættuðum
frá Bæheimi í Austurríki. Þau búa nú í Lexing-