Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Page 96
96 óLiAFUR S. THORGEIRSSON:
sunnan Litla Quill vatn, og þar hefir hann búið síðan,
nú full þrjátíu ár.
Þórður kvæntist að Morden, Manitoba, 14. des.
1902 Sigurrós (f. 27. des. 1882) Tómasdóttur bónda
frá Þúfnavöllum í Hörgárdal í Eyjafirði, Jóhanns-
sonar. Þórður og Sigurrós hafa eignast þessi börn:
1. Árni Páll, f. 29. okt. 1903, að Brown, Manitoba.
2. Tómas Jóhann, f. 25. nóv. 1905, að Brown, Man.
Báðir eru þeir bræður hámentaðir, útskrifaðir
af háskóla Saskatchewan-fylkis í Saskatoon, og
þar að auki stundað framhaldsnám við æðri
mentastofnanir í Bandaríkjunum, og munu báð-
ir hafa hlotið doktors gráðu í náttúruvísindum
þar syðra Árni hefir verið í þjónustu Sam-
bandsstjórnarinnar um allmörg ár, en Tómasi
var veittur kennarastóll í háskólanum í Saska-
toon, eigi alls fyrir löngu. Tómas giftist að
Marinette, Wisconsin, 11. sept. 1935, stúlku af
hérlendum ættum, Gwendolyn Josephine Ewert
að nafni.
3. Guðrún Lára Svanfríður, f. 26. okt. 1908, að
Mozart, Sask.
4. Þórdís Stefanía, f. 21. sept. 1911, að Mozart,
Sask. Hjúkrunarkona í Royal Alexandria spítal-
anum í Edmonton, Alberta.
5. Sveinn Theodór, f. 16 marz 1914, d. 14 des. 1918.
6. Ólöf Sigurbjörg, f. 2 marz 1916, að Mozart, Sask.
7. Margrét Soffía, f. 27 marz 1919 að Mozart, Sask.
8. Þórður Stefán, f. 17. júní 1923, að Mozart, Sask.
(Nánari frásögn um Þórð Árnason er að finna í
Almanaki ólafs S. Thorgeirssonar, ár 1917).