Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1938, Qupperneq 111
ALMANAK 1938
111
Hingað í bygð fluttu þau hjón árið 1901 og
keypti Tímóteus ofangreint land og bjó þar unz hann
árið 1907 seldi það og flutti til Vatnabygða hvar
hann tók sér land með heimilisrétti, skamt frá
Elfros, Sask., og hefir búið þar síðan. Tímóteus og
Þorbjörg eru mestu dugnaðar og gæða hjón, ávalt
skemtileg heim að sækja og ágætir nágrannar. Þótti
því stór skaði að sjá af þeim svo fljótt úr bygðinni.
Börn þeirra hjóna eru 10 og eru: 1. Anna Gu?1
rún, gift Þórði Ásgeirssyni, búa í grend við Mozart,
Sask.; 2. Elísabet Kristjana, ógift heima; 3. ólína
Guðríður, ógift, vinnur í Winnipeg; 4. Hallfríður
Anna, gift Sigurbirni M. Björnsson, Grand Forks,
N. D.; 5. Magnús Guðmundur, giftur Sigurveigu
Hannesdóttur Guðjónssonar; búsett í grend við
Wynyard, Sask.; 6. Jónína Katrín, ógift í Winnipeg;
7. Jón Brandur, ógiftur heima; 8. Sigríður Oddný,
gift Jóni Samson til heimilis í Winnipeg, Man.; 9.
Lára Jakobína, gift Harold Nichol, búsett í Leslie,
Sask.; 10. Edvin Teodór, ógiftur heima.
• • •
LEIÐRÉTTINGAR
við landnámssöguþætti Brovvn-bygðar fyrir 1937.
í tildrögum landnámsins.
Á blaðsíðu 24. í 12. línu að ofan stendur 19. júní;
lesist 17. júní o. s. frv.
í byggingar og innflutningar á 26. bls. í fyrstu
línu stendur: seint í febr. eða snemma í maí, lesist:
seint í febr. eða snemma í marz o. s. frv.
Á sömu blaðsíðu 10—11 línu að neðan stendur
1898—1900 les 1902.
Á sömu blaðsíðu 9. línu að ofan stendur:
snemma í ágúst, lesist: snemma í apríl.
í landnámsþætti dr. G. G. Gíslason á 30. bls. í
neðstu línu stendur: árið 1908, lesist: 1898. Viðauki