Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Page 57
Baðstofa íi Islandi.
HVAÐ ER FÖÐURLANDIÐ?
Þeg.ar Hákon Noregskonungur var vigður undir kórónu í Kristskirkju í Niðar-
ósi, Kiimarið 1906, kom biskupinn sem vígsturæðuna hélt með þessa spurningu, og
svaraði henni á þá leið :
Föðurlandið ! -- Það er reiturinn, sem h.inn faðir þinn ruddi.
• ÞaO er kofinn, þar sem hún móðir þín vann haki hrotnu og átti margar andvöku-
nætur vegna harnsins síns elskaða. þar sem hún grét yfir því og bað til guðs
fyrir því
Það er særinn, hlikandi og hrimsollinn, vitaðsgjafinn mikli og dánarreitnrinn
stóri, þar sem ástvinir vorir þúsundum saman hvíla á kaldri og votri þarasæng.
* Það er fjallið með fonnum og fiám, með himinháum tindum og hvldjúpum vötn-
um, með fjörgandi og angandi hlæ sumarsins og æðihyljum vetrarins.
Það er grundin og dalurinn og ströndin, það er hygðin og hærinn, þar scm
ættin forna hefir átt sér bólstað, hcfir lifað lífi síi.u mann eftir mann, og háð sitt
stríð uns hné aö velli.
Þetta alt er þá föðurlandio með þúsundum hcimila:
Föðurlandið, — dýrasti fjársjóður vor á jörðu.
Fööurlandið, sem feður vorir létu lífið fyrir, og vér sjálfir viljum verja mcðan
hlóð rennur í æðum. (Lesbók II.)