Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Síða 71
ALMANAK 1910.
43
skyldu mína, þá fyrst gat eg fengiö efni í hurö.”
Efnahagur þessara tveggja fyrsu* íandnema í
Álftavatnsbygö var aö sögn Á. Freemans þannig: Árni
átti tvo ekiuxa fBlack og BrightJ, 5 kýr, 3 ungviöi og
gamlan vagn. ísleifur átti 1 uxa fBobJ, 2 kýr og kerrw
fRed River Cartý. Svo keyptu þeir í samlögum sláttu-
vél og sóktu hana rétt fyrir sláttinn, og eitthvaö af mat-
vælum til sumarsins. Var það 3. ferö Árna á þrem
mánuöum til Winnipeg; er þaö 80 mílna leiö. í þeirri
ferö töpuðu þeir akneytum sínum og fundu þaui ei fyr
en aö sólahring liðnum. Sú reynsla varö til aö kenna
þeim aö gæta betur akneyta sinna á ferðalögum.
Lönd þau, er þeir Árni og ísleifur völdu sér, voru
í Twsh. 20 og 21, R. 3; er þaö norðvestanvert í Álfta-
vatnsbygðinni. Nokkr.r fleiri manna námu þar land
líka. En vegna þess að bæði Árni og Isleifur 0g allir
hinir, er á eftir þeim fluttu, bjuggu ei þarna nema 2
eöa 3 ár, og fluttust allir til Grunnavatnsbygöar og búa
þar margir enn, þá verður ekki meira frá þeim sagt,
fyr en í þætti þeirrar bygöar.
Fyrstu landnámsmenn Álftavatnsbygðar, þeir er
þar staönæmdust og búa þar enn, eru þeir Jón Sigfús-
son á Clarkleigh P. O., Jón Sigurösson aö Mary Hill
P. O., og Halldór Halldórsson aö Lundar P. O.—Skúli
Sigfússon, bróöir hins fyrstnefnda, kom þangaö með
bróður sínum, en nam ei land fyr en nokkru seinna.
Allir þessir menn hafa jafnan verið taldir fremstir í
flokki bænda þar, og koma allir meir og minna við sögu
framfaratilrauna þeirra, er geröar hafa verið í bygöinni,
og skal hér því nokkuö gjörr sagt frá æfatriðum
þeirra.
Jón Sigfússon er fæddur 2. Okt. 1862 á Nesi í
Noröfirö’ í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru
Sigfús Sveinsson og Ólöf Sveinsdóttir, er bjuggu á
Nesi allan sinn búskap, um eða yfir 30 ár, alt ])ar til