Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 78
5U ÓLAl-UR S. THORGEIRSSON :
firöi meö gufuskip.nu Camoens 29. Júní 1887. Ferðin
gekk seint og börnin voru veik á leiðinni, og urðu þau
hjónin að skilja eitt barnið eftir á spítala í Quebec, og
kom það ei til W.nnipeg fyr en 9 dógum á eftir þeim.
Fengu þau stúlku úr hópnum, er þau þektu að trú-
mensku, til að gæta barnsins, þvi Kristín gat ekki yfir-
gefið hin börnin öll meira og minna lasin. í Winnipeg
dvöidu þau þrjá eða fjóra daga. Réð Halldór það af, að
leita t.l landnáms vestur að Manitoba-vaui., af sömu á-
stæöum og getið er i þætti Jóns Sigfússonar. Fór
hann því að útvega sér fylgdarmann með vagn og hesta.
Og hitti landa einn, er fús var fararinnar, og hafði alt
það er með þurfti á reiðurn höndum. Kvöldið áður en
feröin átti að byrja, kom landinn til að líta yf.r farang-
urinn. Var hann allmikill á lofti, og þótti Islendingar,
er að heiman komu, flytja með sér allmikið af óþarfa
drasli, og fór um það all-hæðilegum orðum. Og svo
hefir Kristín kona Halldórs sagt mér, að hann hafi
kveðið svo að orði, að ef íslendingar hefðu átt fjand-
ann sjálfan í fórum sínum heima, hefðu þeir sjálfsagt
flutt hann með sér. Kristín sagði, að sér hefði risið
svo hugur við v.ndbelgingi og hranahætti mannsins, að
hún sagðist hafa beðið Halldór að útvega annan mann
ef hægt væri, því hún sagðist hafa kviðið fyrir hrotra-
skap fylgdarmannsins eins veikluð og urvinda eins og
hún var, yfir börnunum sjúkum. Halldór kvaðst skyldi
reyna, þó í emdaga væri komið, og kom að lítilli stundu
liðinni með annan íslending. Var sá hár á velli og
karlmannlegur og prúður í framkomu. Kristín kvaðst
hafa litið snögt á hann og sagt þegar: “Þenna mann
vil eg fyrir fylgdarmann. Honum treysti eg.”
“Og það traust brást ekki,” bætti hún v ð, “því
hann reyndist okkur á ferðinni eins og hlýjasti bróðir.”
Þessi maður var Björn Líndal, nú bóndi í Grunnavatns-
bygð. Hann var þá keyrslumaður í Winnipeg, og hafði