Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Page 95
ALMANAK 1910.
67
urðsson, bróðir SigurSar Sigurðssonar; er áður er
nefndur. — GuSmundur Þorleifsson; kona hans Vil-
borg Jónsdóttir. — Einar Þorleifsson; kona hans Guö-
ríöur Sigfúsdóttir Sigurössonar frá NjarSvik í
N.-Múlasýslu. Þeir eru bræSur, synir Þorleifs bónda
á Hrjót í Hjaltastaðaþinghá í N.-Múlasýslu. — Jón
Hördal og sonur hans Jón Hördal, tengdasonur
Jóns Sigfússonar er áður er getið. — Helgi Friöbjörns-
son, Oddsson, Þingeyingur; kona hans Stefanía Torfa-
dóttir bónda Jónassonar frá Ásgrímsstööum í Hjalta-
staðaþinghá. — Bjarni Torfason bróöir nýnefndrar
Stefaníu; kona hans Katrin Gissurardóttir úr Skafta-
fellssýslu. — Hávarður Guömundsson snikkari Jónsson
frá Sveinsstöðum í Noröfiröi í S.-Múlasýslu. Móöir
Hávaröar var Gunnhildur Ólafsdóttir Björnssonar frá
Karlskála. Er fööurætt Hávarðar kölluö Hellisfjarö-
arætt. Hávarður er þrígiftur: fyrsta kona hans Helga
Jónsdóttir Þorsteinssonar frá Kirkjubóli er áöur er
nefndur, en önnur kona Kristrún Sigvaldadóttir úr
Laufássókn; var hún alin upp að mestu hjá frú Katrínu
Havstein, móöur Hanesar ráöherra; þriöja kona Há-
varöar er Stefanía Siguröardóttir Árnasonar ífá Hóla-
landi í Borgarfiröi. Hávarður er nú fluttur i 'Siglu-
nessbygð.
Þorsteinn Þorkelsson kaupmaöur á Oak Point
kom frá Winnipeg og nam land skamt frá Oak Point,
og stofnaði verzlun. Þorsteinn er fæddur á Márs-
stööum i Svarfaðardal. Faöir hans var Þorkell Þor-
steinsson Þorsteinssonar Þorsteinssonar, Og bjuggu
þeir langfeðgar Þorsteins mestan sinn búskap á Márs-
stööum. Móðir hans Guðrún Jónsdóttir var komin af
hir.ni svonefndu Tungufellsætt. Þorsteinn ólst upp í
foreldrahúsum til þess hann var 16 ára. Fór þá til
Akureyrar og varð “útlæröur járnsmiður” eftir 3 ár hjá
Sigurði járnsmiö Sigurössyni. Flutti aftur í Svarfað-