Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Qupperneq 99
ALMANAK 1910.
71
viö aö kaupa ódýrustu uxana, af því gjaldeyri skorti.
Allar lífsnauSsynjar, er kaupa þurfti, varö einnig aS
sækja til Winnipeg, en þaö var mest thveiti og aðrai
kornvörur. Kaffi og sykur og önnur munaðarvara var
þá svo lítið keypt, aS þeir er nú búa á þeim slóöum og
ekki þekkja þetta af reynslunni, mundu varla trúa því,
ef þeim væri sagt nákvæmlega, live lítiö var þá í búS-
um keypt. Bændur lögSu þá alla stund a aS koma
sér upp gripastofni, og á þeim árum var vist hjá mörg-
um þeirra kjötiS sannnefndur hátíöamatur, þótt nú hafi
þeir kjöt á boröum þrisvar á dag. Fjöldi bænda útveg-
aSi sér net og fiskuSu til heimilisnota í Manitobavatni
og Swan Creek ("Álftalækj, er var fullur af fiski haust
og vor, einkum á vorin. Var þaS mest “piike’’ ('geddaj
og nálfiskur (pickerellj, og fleyttu meS því fram fjöl-
skyldum sínum. Ekki liSu þeir neinn tilfinnanlegan
skort, en lifSu rnjög óbrotnu lífi. Gengu heiman aS
morgni og heim aS kveldi oft alt aS 12 til 14 mílur, til
aS vitja netja sinna, og hafa eflaust stundum haft á-
ástæSu til aS raula fyrir munni sér gömlu vísuna:
“ÁSur jeg lagSi á ÓdáSahraun,
át jeg þurran ost.”
.En brátt fjölguSu gripirnir, því heyafli var auS-
fenginn og enginn skortur engjalands, því bygSin var
strjál mjög. svo bithaga skorti ei. Og engu var eytt
um skör fram. Eóru bændur brátt aS geta selt smjör
og aSrar afurSir gripa, og lógaS gripum til heimilis.
Og mjög voriv bygSarmenn hjálpsamir viS þá er alls-
lausir komu í bygSina, gáfu þeim oft kýr og ýmislegt,
er þá vanhagaSi um. Þegar timar liSu fram fjölgaSi
íslendingum mjög í bygSinni, en frönsku kynblending-
arnir er þar voru áSur smá hrukku undan allflestir; þó
búa nokkrir þar enn, og seldu ýmsir af þeim lönd sín
og hús íslendingum, oft meS góSu verSi fsbr. landkaup
Jóns SigurSssonar er áSur er getiðj. Þegar liSin voru