Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Page 102
74
ÓLAFUR S. THORGEIRSSOX :
sléttueldar voru þar rajög- tíöir, meöan strjálbygt var.
Á 3—4 síöastliSnum árum hefir nokkuö veriS snú-
ist aS því aS plægja og sá höfrum og byggi, og hefir
hepnast all-vel. Reynt hefir líka veriS aS sá hveiti, og
viröist þaS spretta allvel. Mestar plægingar munu vera
hjá þeim Halldóri Halldórssyni, Siguröi Jónssyni aS
Minnewaukan, Sveini Guömundssyni, M. Freeman, M-
Gíslasyni, Skúla Sigfússyni og GuSm. Breckmann.
Hefir hinn siöastnefndi sagt mér, aö hann hafi stund-
um fengiö alt aS þvi 6o bushel af höfrum af ekrunni.
PJægingar hjá þessum mönnum munu vera frá io og
alt aö 30 ekrum hjá hverjum. Kartöflurækt er allvíöast í
bygöinni, og var byrjuS þegar á fyrstu árum bygöar-
manna. Flestir höfSu þá aS eins rekuna til aö stinga
upp garSana. En ekki er þaS teljandi enn sem selt er
út úr bygöinni af kartöflum, en einstöku menn nota
kartöflur og rófur til gripafóöurs. Nokkur svínarækt
er í bygSinni og hefir nú síöari árin veriö selt allmikiS
þaöan af svínum og fengist allgott verö fyrir þau,
frá 5 cent og alt aö 6*4 cent í lifandi vigt. Margir
bændur hafa nokkrar kindur. En þaö er erfitt vegna
úlfamergöar, sem þar helzt viS í skógunum. Mestir
fjárbændur þar eru Jón og Skúli Sigfússynir. Mun
Jón nú hafa alt aö fjórum hundruöum fjár, aö lömbum
meötöldum. — Fyrstu árin eftir aö ibændur fóru aö
hafa ráö á aS eignast hesta, uröu þeir aö kaupa alla
hesta aS. Nú eru margir þeirra farnir aö ala sjálfir
upp liesta sína, og þykja þeir hestar reynast fultsvo
vel og hinir aSkeyptu.
Nú siöustu árin hafa margir, einkum yngri menn,
stundaS fiskiveiöi í Manitobavatni á vetrum og haft af
því nokkurn hag. Hefir því oft veriS þröngt um aö
fá menn til gripahiröingar og annara heimilisstarfa, og
kaupgjald verkamanna mjög hækkaö. Verkamenn, er
áöur þótti gott aS fá vinnu fyrir 5 til 10 doll. um mán-