Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Page 116
88
OLAFUR S. THORGEIRSSOX :
hefir veriö frá sagt, myndaöist í bygíSinni Únítarasöfn-
uöur, fyrir forgöngu séra Rögnvaldar Péturssonar. í
þeim söfnuði eru um 30 manns. Keypti söfnuöurinn
skólahús á Mary Hill, til aö flytja í messur og til fund-
arhalda, og fékk til þess styrk frá aðal útbreiöslufélagi
Únítara. Hefir séra Rögnvaldur Pétursson, þjónaö
þessum söfnuöi, ásamt söfnuöi sínum í Winnipeg.
■etta sumar (1909) býr þar í bygö.inni guöfræöisnem-
andi frá prestaskóla Únítara í Meadville, Atbert
Kristjánsson, og veitir hann söfnuðinum prestsþjónustu
og vinnur aö útbreiöslu hans. í forstööunefnd safn-
aöarins eru þessir: Jón Sigurösson formaöur, Páll
Reykdal skrifari, Guömundur Guðmundsson, Eiríkur
Guðmundsson, Sigurjón Jónsson og Björn Runólfsson.
Munu þrír hinir fyrsttöldu 'hafa unniö mest meö séra
Rögnvaldi aö myndun safnaöarins.
Fremur má heita gott samkomulag milli þessara
safnaöa. Og ekki allfáir meölimir þeirra sækja hver
annars messur og samkomur, og þeir sem engum söfn-
uöi tilheyra sækja messur hjá báðum. Má oft sjá þá
gömlu landnemana Halldór Halldórsson og Jón Sig-
urösson, formenn safnaðanna, sitja hvor á annars
samkomum.
En hvorugum þessum söfniuiöi 'hefir enn tekist að
vekja nokkurn sterkan trúmálaáhuga i bygöinni, enda
liefir hvorugur þeirra enn getað bygt á þeim grundvelli,
sem öll trúmál hljóta að byggjast á, en þaö er uppfræð-
ing og vegleiðsla æskulýösins.