Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Page 118
90
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON I
af munni hans í allri hljómfegurö hinnar norrænu
tungu, sem þú átt engaii kost á aö skilja, nema þú hafir
komiö frá fjöröum og fjöllum þess lands, er hann var
horinn og barnfæddur í; en eg segi hana eins vel og eg
hefi föng á i öllum sinum einfaldleik — söguna af
Knúti.
Sagan af Knúti þögla.
Viö höföum hjalað saman á viö og dreif; aö síö
ustu bárust í tal frumskógarnir og hinir miklu eldar.
“Eg á þaö nú — alt þetta,” sagöi hann og sveiflaði
hendinni í óákveönum, víðum hring. “Og þaö á eg
járnnámunni aö þakka; eg hefi unnið fyrir því—hverju
einasta feti.” Hann gekk fram og til baka eins og í djúp-
um hugsunum, svo nam hann staðar andspænis mér
hinum megin viö eldinn.
“Þú spurðir mig einu sinni hvort eg heföi nokk-
urn tíma séö skógareld hér vestur í Minnesota, en þá
hirti eg ekki um aö segja þér frá þvi; eg þekti þig ekki
nógu vel. Þaö líkist of mikið því, að endurkalla harm-
leik fram á sjónarsviðið. Nú þekki eg þig betur og
er mér ekki allfjarri skapi aö segja þér sögu, er svo er
samgróin mér aö einu og öllu, aö mig hefir eigi meö
öllum jafnaöi fýst aö hampa henni framan í almenningi.
Svo- eg komist aö efninu, þá er eg borinn og barn-
fæddur í hrjóstugri sveit í Norvegi. Þaö rann gott og
göfugt blóö í æöum móður minnar, og þaö var hún, er
kendi okkur drengjunum — viö vorum þrír — þaö, er
við læröum. Uppvaxtarár okkar voru hörö og í höröu
landi. Viö unnum hart fyrir lífinu, viö unnum hart
fyrir lærdómi okkar, og viö tveir yngri bræðurnir geng-
um möglunarlaust í fang þeim höröu og óhjákvæmilegu
örlögum, aö flytja af landi burt. Viö fluttum ibeint til
Minnesota meö þeim ásetningi, aö taka okkur bólfestu
þar, og komumst aö vinnu úti í skógunum og höföumst
viö í bjálka-skálum. Viö áttum ekkert skylt viö fjölda