Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Side 122
94
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
liggjandi bliku yzt í vestri. Hún var einhvern veginn
frábrugöin öðrum blikum, er eg hafði tekið eftir, en
hún gaf mér ekki frekara tilefni til áhyggju. Eg
gleymdi henni, og er eg kom heim af akrinum um
kvöldið, var orðið of dimt til þess, að hægt væri að
hyggja að henni, enda þótt eg hefði hugsað út í það.
Morguninn eftir, er eg kom út, var Tína þar fyrir
og horfði áhyggjufullum augum til vesturs.. Hún tók
í handlegg mér með annari hendi og benti mér með
hinni.
‘Elskan mín!’ sagði hún og hálfgjört stamaði, ‘er
það ekki—eldur?’
Hún hvískraði seinasta orðinu. Eg svaraði engu,
en eg býst við að hún hafi lesið út úr mér hugboð mitt
um það. Eg klappaði henni á vangann, tók hana i faðm
mér og sneri henni við til austurs og reyndi að gjöra
hlátur úr þessu.
‘Þetta er sama sem enginn eldur,’ sagði eg; ‘hann
deyr út löngu áður en hann nær hingað.’ Henni stökk
ekki bros; hún horfði einungis stóru, bláu gagnrýnandi
augunum framan i mig svo fast, að eg varð að líta und-
an. Hún söng ekki á leiðinni heim að húsinu, þegar
hún sneri til baka, og eg sá hana krjúpandi á knjánum
með drenginn í faðminum, þegar eg leit inn um dyrnar
um leið og eg fór út á akurinn.
Skýið óx þennan dag. Það var orðið að bakka, er
tók út yfir gjörvalt vestrið, og teygðist æ lengra og
lengra til norðwrs; að síðustu hneig sólin bak við kólg-
una og sást ekk^ framar um kvöldið.
Það var ekki til neins fyrir mig lengur að reyna
að dylja hræðsluna. Eg fór út í vestlægustu akurröndina
þegar er eg hafði lokið miðdegisverði og læddist þang-
að er eg hafði falið öxi mína áður en eg fór heim. Eg
alklæddi mig ofan að belti og tók til á því, sem sýndist
að vera, eins og það líka var, ókleyft verk — að fram-