Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 138
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
Helztu viöburðir og mannalát meðal
íslendinga í Vesturheimi.
27. Júní 1909, voru prestvigðir meðan stóð á kirkjuþingi, guð-
íræðiskandídatarnir: Guttormur Guttormsson (hans hefir áður verið
getið í þessu almanaki) og Sig’urður S. Christopherson. Foreldrar
hans eru Sigurjón Kristófersson og Helga Jórunn Jónsdóttir frá
Ytri-Neslöndum við Mývatn, nú til heimilis á Baldur í Manitoba.
Báðir höfðu þeir útskrifast af lúterska prestaskólanum í Chicagfo í
apríl, sama ár.
I Júní 1909 varð Þorberg;ur Þorvaldson sæmdur nafnbóttinnir
Master of Arts, við Harward-háskólann í Bandaríkjunum.
19. sept. 1909, var Guðmundur Arnason, sem stundað hatð'
guðfræðisnám við háskólann í Berlin á Þyzkalandi (sjá þetta Alma-
nak fyrir 1909), settur í prestsembætti við ísl. Unitara söfnuðinn í
Winnipeg- af forseta safnaðarins, Jósep B. Skaftasyni.
2. maí 1909, var guðfræðiskandidat, Hjörtur J. Leó, vfgður af
forseta kirkjufélagfsins, síra Birni B.Jónssyni í kirkju St. Páls-safnað-
ar í Minneota.
I maímánnði 1909 útskrifuðust af læknaskólanum í Winnipeg;
Jóhann Pálsson, sonur Páls Halldórssonar við Geysis-pósthús f
Nýja-Isl. (bjó fyrrum á Islandi á I^eykjum á Reykjaströnd), og
Mag-qús Hjaltason. Foreldrar hans Hjalti Hjaltason (d. 1893) og
Margrét Helgadóttir, fluttu hingað vestur frá Gilsstöðum í Stein-
grímsfirði í Strandasýslu 1888.
4. júli 1909, fór fram vígsla tveggja kirkna í Þingvallanýlendu r
Konkordíu-safnaðar og Þingvalla-safnaðar af forseta kirkjufélags-
ins,síra B. B. Jónssyni og síra Jóni Bjarnasyni. Um leið var settur
inn í prestsembættið, síra Hjörtur J. Leó hjá sötnuðum þessum-
Einnig var þá um leið grafreitur Konkordíu-safn. vígður.
Snemma á árinu 1909, hlaut Skúli Jónsson, ungur náms-
maður við Wesley skólann í Winnipeg þann heiður að verða styrk-
þegi Cecil Rhodes-sjóðsins. Fyrir því happi verður efnilegastur
námsmaður fylkisins á ári hverju. Upphæðin er 4,500 dollars, $1500
goldnir ár hvert til þriggja ára og þriggja ára vist við háskólann í
Öxnafurðu á Englandi og fór Skúli þangað að hausti, sama ár.
Skúli er Sveinsson Jónssonar, systursonur Sveins heit. Skúlasonar,
þjóðkunns gáfumanns og rithöfunds. Fæddur að Hlíð á Vatnsnesi í
Húnavatnssýslu, 6. sept. 1888.