Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 35
33
sagnaritara framtíðarinnar, að fella fullnaðardóm
á gerðir hans, og má ætla að þeir verði sanngjarn-
ari í garð hans heldur en nærsýnir samtíðarmenn
hans.
* * *
Það er auðsætt af framanskráðu æfiágripi
MacDonalds, þó ófullkomið sé, að liann á sér ó-
venjulega atburðaríka æfi að baki; en saga hans
er jafnframt talandi vottur þess, að hann er mikl-
um hæfileikum búinn. Það er ekki á færi meðal-
menna, að sigrast á þeim erfiðleikum, sem orðið
hafa á vegi lians. Atgervi hans hefir þegar að
nokkru verið lýst. Einu má þó bæta við, sem að-
eins hefir óbeinlínis verið vikið að. Hann er hinn
snjallasti ræðumaður; röddin fögur, djúp og hljóm-
mikil, og hann beitir henni fimlega, með viðeig-
andi svipbrigðum og hreyfingum. Hann er skáld-
legur, en þó rökfastur og sannfærandi; þegar því
er að skifta, getur hann verið harðskeyttur og
meinfyndinn.
Hugsjónaást MacDonalds, djörfung hans og
víðsýni, meginþættir í skaplyndi hans, lýsa sér í
öllu lífi hans og starfi. Þeir, sem eru honum
gagnkunnugir, segja, að höfuðeinkenni hans séu
stefnufesta og umburðarlyndi við andstæðinga sína
í skoðunum. Hann er gæddur ríkri velsæmistil-
finningu, prúðmenni í allri framgöngu. Hins vegar
er honum fundið það til foráttu, að hann sé of
dulur í skapi og kaldur í viðmóti, nokkuð einráður
og ekki laus við stærilæti.
Hvað sem því líður, þá munu fáir verða til
aö neita því, að MacDonald sé mikilmenni. Hlut-
deild hans í úrlausn ýmsra alþjóðamála mun lengi
í minnum höfð. Hann er einn af friðarhetjum
vorrar aldar.