Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 117
115
landnám, sem öll, að eg hygg, hafa eitthvað lagt
til bæjarstæðisins í Riverton.
Þau Engimýrarhjón, Tómas Jónasson og Guð-
rún Jóhannesdóttir, komu í stóra hópnum frá ís-
landi árið 1876. En til þess mannfjölda, er þá kom,
má aðallega rekja landnám Nýja íslands, þó fáein-
ir rnenn væri þar áður komnir.
Tómas á Engimýri hét fullu nafni Tómas
Ágúst Jónasson, og var fæddur á Engimýri í Öxna-
dal, í Eyjafjarðarsýslu, þann 8. ágúst 1845. For-
eldrar hans voru Jónas bóndi Sigurðsson og kona
hans Helga Egilsdóttir frá Bakkaseli. Barn að
aldri, um það ársgamall, fluttist hann með foreldr-
um sínum að kirkjustaðnum Bakka í Öxnadal
Þegar liann var fjórtán ára, fluttist hann með foi-
eldrum sínum að Fremrikotum í Norðurárdal í
Skagafjarðarsýslu, og svo þaðan með þeim aftur
eftir nokkur ár, að Bakkaseli í Öxnadal. Mun
hann hafa verið þar með foreldrum sínum þar til
hann fór að eiga með sig sjálfur.
Þau foreldrar Tómasar áttu alls 13 börn. Níu
af þeim náðu fullorðinsaldri. Fjögur af þeim voru
dáin á undan Tómasi, nefnilega Ingibjörg, Sigurð-
ur, Aðalheiður og Helgi. Fjögur eru enn á lífi,
eftir því sem næst verður komist, Jónas bóndi í
Bjarkalóni við íslendingafljót, Sigtryggur Jónas-
son fyrrum þingmaður og ritstjóri Lögbergs, Vig-
dís heima í Eyjafirði, og Anna Rósa, sem er gift
Jafet Reinholt, og hafa þau hjón átt heima á
eynni Cuba í mörg ár.
Guðrún Egedía Jóhannesdóttir, kona Tóm-
asar á Engimýri, var fædd að Kjarna í Eyjafirði
þann 1. september 1852. Foreldrar hennar voru
Jóhannes Grímsson og Soffía Jósefsdóttir, hjón á
Kjarna, er einnig um nokkurt skeið bjuggu á Litla-
Hóli í Eyjafirði. Aðrar dætur þeirra Kjarna-hjóna,
systur Guörúnar, þær er upp komust, hétu Jó-
hanna, Ingibjörg og Rósa. Eru þær allar dánar,
Jóhanna og Rósa heima á íslandi, en Ingibjörg