Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 58
56
í Höfn í BorgarfirSi austra, Árnasonar bónda s. st.,
Gíslasonar prests á Desjarmýri, Gíslasonar lög-
sagnara á Höskuldsstöðum í Breiðdal, Eiríkssonar.
Þau Björn og Ingibjörg giftu sig árið 1906. Einn
son eignuðust þau, Björn Albert; en Lilja Irene er
fósturdóttir þeirra, þremenningur að frændsemi við
Ingibjörgu. Pilt tóku þau til fósturs, Charles að
nafni. — Að vestan fluttu þau hjón til Víðihéraðs.
Þar keyptu þau af Gunnari Alexanderssyni heimil-
isréttarland lians (N.E. 2-23-2E.), en bjuggu þar
fá ár. Eftir það fluttu þau til Árborgar, keyptu þar
10 ekrur af landi og komu sér upp laglegu heimili,
en seldu þá landið á Víðir. Björn lézt 1924, tveim
árum frá því hann flutti til Árborgar. — Ingibjörg
giftist aftur 1926 Hermanni von Renessee smjör-
gerðarmanni í Árborg. Hann er þýzkur að’ ætt.
Þau eiga eina dóttur, er lieitir Ingibjörg Matthilda.
Matthilda hét fyrri kona Hermanns.
Sveinn Eyjólfsson. — Hann keypti landið af
Birni bróður sínum, sem áður er getið. — Hann er
einn mestur framfaramaður í héraði, bráðduglegur
og hygginn búmaður. Hann er mikils metinn af
sveitungum sínum — enda stendur hann þar fram-
arlega í starfandi félagsmálum bygðarinnar. Hann
býr á þsssu landi og hefir komið þar upp hinum
vönduðustu byggingum. Kona Sveins er Steinunn,
dóttir Péturs Stefáns í Árdal, hin skörulegasta
kona, bráðdugleg og umhyggjusöm við heimilis-
störfin. Á heimili þeirra hjóna er einn hinn mesti
myndarbragur. Þau giftu sig 26. júní 1913. Sjö
börn eru þeim fædd: 1. Þóranna; 2. Sveinn Eyjólf-
ur; 3. Stefán; 4. Sigursteinn Davíð; 5. Guðrún; 6.
Karl Haraldur; 7. Loren Ruth. — Á þessu ári hefir
Sveinn keypt jörðina Öxará, sem liggur að ábýlis-
jörð hans að austan, en Steinunn hefir keypt 40
ekrur af góðu heylandi suðurfrá úr Oddalandi (N.
V. 9). Er nú búskapur þeirra í miklum framgangi.