Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 66
64
Hólmfríður hét fyrri kona hans. Hún var dóttir
Sigurðar hreppstjóra á Kárastöðum í Borgar-
hreppi, Sigurðssonar. Þeirra dóttir var Signý. Síð-
ari kona Þorsteins er Ragnheiöur Guðmundsdótt-
ir. Þeirra synir eru Magnús og Björn, en dóttir
Elízabet. Er Þorsteinn hafði búið sjö ár á landinu
seldi hann það og flutti til Selkirk. Nú er hann
búsettur í Olympia, Washington. Þorsteinn er all-
vel skáldmæltur. Kveöjuljóð sendi hann íslandi á
þúsund ára afmæli Alþingis 1930. Það stóð í
Morgunblaði hátíðardagsins 26. júní. Landnám
Þorsteins er Hof.
Sigurður Hafliðason keypti landið af Þorsteini
er hann flutti þaðan. Kona hans var Sign'ður
Jónsdóttir, sammæðra systir Þorsteins og þeirra
bræðra. Þau eignuðust þrjár dætur og fjóra sonu:
Helgi og Salberg eru dánir; en á lífi eru: Magnús,
búsettur í Selkirk, og Elías, búsettur í Árborg;
kona hans er af hérlendum ættum. En dætur eru:
1. Guðrún, kona Einars Þorvaldssonar, áður getið
(S.V..6); 2. Kristín, gift enskum manni; 3. Dýrleif,
kona Jóns S. Oddleifssonar, getið hér næst á und-
an. — Faöir Sigurðar á Hofi var Hafliði bóndi á
Litlu-Brekku í Borgarhreppi, nálægt Borg, Sig-
urðsson bónda í Ferjukoti, Sigurðssonar. Aðrar
upplýsingar liafa ekki fengist um ætt hans. Hann
var framúrskarandi skylduræltinn og góður heirn-
ilisfaðir, hinn áreiðanlegasti í öllum viðskiftum,
fáskiftinn um annara hagi, en drenglundaður, hjálp-
fús og greiðvikinn. Hann er látinn fyrir allmörg-
um árum.
Landnemi, Lot. E.V. 19.
Bjarni ólafsson. — Um ætt hans er ókunnugt,
eða hvaðan hann kom af íslandi. Hann settist á
iandið um sama ieyti og Borgfirðingar og nefndi
það Gullbringu, mun hafa verið ættaður úr Gull-
bringusýslu. Bjarni var tvíkvæntur, en barnlaus.