Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 42
40
stöðum, Björnssonar bónda í Huppahlíð. Ingi-
björg var tvígift; var þá elckja í annað sinn er hún
kom til Guðbrandar. Jón Sigurgeir var fyrrimað-
ur hennar. Hann var sonur Guðmundar bónda á
Aðalbóli, Guðmundssonar. Þau giftust 1892. Dæt-
ur þeirra eru Unnur Jónína og Sesselja Ingibjörg,
báðar giftar hérlendum mönnum. Jón Sigurgeir
lézt árið 1900. Sex árum síðar giftist Ingibjörg
senni manni sínum, Bjarna Guðmundssyni, Bjarna-
sonar. Til Vesturheims fluttu þau 1912. Börn
þeirra eru: l.Margrét, gift Ólafi frá Gilsá; 2. Marta
Sigríður, gift Helga frá Gilsá, bróður Ólafs; 3. Ingi-
björg; 4. Benedikt. Þau tvö síðasttöldu eru með móð-
ur sinni hjá Guðbrandi. Guðbrandur er drengskapar-
maður, greindur vel og skemtilegur, oft orðhepp-
inn og fyndinn í tilsvörum.
Landnemi, S.V. 6.
Magnús J. Mýrdal. — Faðir hans var Jón bóndi
í Sanddalstungu Guðmundsson; en móðir hans var
Sesselja Jónsdóttir. Bróðir hennar var Klemenz
hreppstjóri í Gróf í Miðdölum. Hann tók Magnús
fjögra ára til fósturs. Klemenz druknaði tveim ár-
um síðar á sjóleið úr Stykkishólmi. Kona hans
var Ingibjörg Sveinsdóttir. Hún ól Magnús upp
og reyndist honum sem bezta móðir. Þegar hann
var 14 ára, ibrá fóstra hans búi. Fór hann þá að
vinna fyrir sér. En til Vesturheims fluttist hann
1889, þá 21 árs. — Magnús er tvíkvæntur; fyrri
kona hans var Þorbjörg Gísladóttir bónda í Kirkju-
skógi í Miðdölum. Þau giftust árið 1891. Tvieim
árum síðar dó hún. Þau eignuðust eina dóttur,
Jóhönnu Þorbjörgu. Hún er gift Kristjáni Jóns-
syni ættuðum af Langanesi. Hann stundar verzl-
unarstörf í Minneapolis. Þar eru þau búsett. ■—-
Síðari kona Magnúsar er Þorbjörg Runólfsdóttir
bónda í Kvíslhöfða í Álftaneshreppi, Guðmunds-