Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 109
107
nú á Gimli. — Þau Jón og Guðrún giftu sig 1888.
Til vesturlieims flutttu þau tveim árum síðar og
tóku þá landið í Fljótsbygð. En að Fögruhlíð
fluttu þau fáum árum síðar. Þar hafa þau búið
snildarbúi og verið mikils metin í sínu bygðarlagi.
Bæði eru þau prýðilega skýr og skemtileg, er og
heimili þeirra eitt hið ánægjulegasta. Börn þeirra
eru: 1. Málfríður, kona Einars á Hlíðarenda; 2.
Sesselja, kona Timóteusar í Hulduhvammi; 3. Skúli
Geirmundur, sem getið verður síðar; 4. Kristín
Lovísa, kennir á skóla; 5. Jónas Gestur, heima hjá
foreldrum sínum. Hann lauk námi á búnaðarskóla
Manitobafylkis með ágætis einkunn.
Landnemi, Lot N.S. 35.
Guðmundur Guðmiundsson. — Hann var bróðir
Jóns á Odda. (N.V. 9.) Hann var afburðamaður
að kröftum, var því kallaður Guðmundur sterki,
hafa og ýmsar sögur verið sagðar af hans afreks-
verkum. Mest þótti þó að honum kveða, er Björn
bróðir hans varð undir viðarhlaða við sögunar-
millu í Selkirk. Komu þá slíkar hamfarir á Guð-
mund, að engir sáu sér fært að koma þar nærri.
Þeytti hann þar frá sér heilum plönkum, sem fis
væru, — jafnvel svifti þeim sundur ef ekki lágu
lausir fyrir, — og það með svo skjótri svipan, að
ekki nam meiru en augnabliki. En borð og önnur
sprek, þutu þar í lofti sem skæðadrífa án þess
nokkurt hlé yrði á, þar til hann hafði rutt allri
pælunni af bróður sínum, sem þar lá örendur.
Þarna stóð fjöldi manns álengdar undrandi yfir
þeim aðförum. — Önnur saga var sögð af Guð-
mundi sterka er hann vann á járnbraut, eftir að
hann var nýkominn vestur. Nokkurir samverka-
menn hans veittust að honum eitt sinn, er verk-
stjóri þeirra var ekki viðstaddur. Sýndu þeir
félagar sig líklega í því að ráða fyrir niðurlögum
hans. Sló þar í hinn grimmasta bardaga milli
þeirra. En svo lauk þeirri viöureign að sumir lágu
þar í roti, en hinir er uppi stóðu vóru þá farnir að
linast í sókninni, er verkstjóri þeirra kom á vett-