Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 98
96
aðarfrömuðsins séra Björns í Sauðlauksdal. Móð-
urbróöir Ingibjargar konu Helga var Hjálmur al-
þingismaður í Norðtungu. — Þau Helgi og Ingi-
björg giftu sig 1888. Þá fóru þau að búa á Hamra-
endum í Stafholtstungum. Til Vesturheims fluttu
þau árið 1900, en ári síðar settust þau á landið.
Börn þeirra eru fjórar dætur og tveir synir: Böðv-
ar, sem er elztur þeirra systkina, og Helgi, er yngst-
ur. Dætur eru: 1. Jakobína, kona Kristmundar
Sigurðssonar frá Pagradal; 2. Guðbjörg, ekkja Sig-
ursteins frá Öxará, Einarssonar; 3. Ingibjörg, kona
Lárusar frá Kjarna, bónda í Árdalsbygð, hún er
nýlega dáin; 4. Guðrún, kona Þorgríms frá Kjarna,
bróður Lárusar. — Helgi Jakobsson lézt 1914. —
Hann var myndarmaður, greindur vel, en lét lítið
yfir sér; í allri framkomu var hann hinn prúð-
mannlegasti. Hann var lánsmaður og eignaðist
þá konu, er beztur þótti kvenkostur þar í sveit,
þeirra æskustöðva; áttu gáfuð og vel gefin börn. —
Helgi sonur hans býr nú á landinu með móður
sinni. Hann hefir komið þar upp góðum bygg-
ingum, er hagvirkur og hagsýnn búmaður. Hag-
orður er hann í bezta lagi, en mjög dregur hann
sig til baka með þá listhæfni.
Landnemi, S.V. 31.
Jóhann Sæimindsson. — Faðir hans var Sæ-
mundur bóndi á Grjóti í Þverárhlíð, Jónsson. Sæ-
mundur var bróðir Helga í Neðra-Nesi og Guðrún-
ar móður Helga Jakobssonar. Móðir Jóhanns var
Guðrún Jónsdóttir, Arasonar af Akranesi. — Til
Vesturheims flutti Jóhann 1899. Var þá fyrst í
Cavalier, N. D.. Til Nýja íslands flutti hann 1901
og settist á landið.. — Kona Jóhanns er Þóra Guö-
mundsdóttir. Þau giftust haustið 1907. Þóra var
þá komin vestur fyrir fjórum árum, fluttist með
Sigmundi bróður sínum, er tók land í Árdalsbygð
norðaustur af Árborg (N.V. 36). Faðir þeirra var