Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 100
98
býr föðursystir hans með börnum sínum. Þar hafði
hann helzt viðdvöl áður en hátíðin hófst. En eft-
ir hátíðina ferðaðist hann um Austfjörðu, þar sem
skyldfólk móður hans er búsett. — Og Gunnar var
kominn heim til sín, er akrar voru tilbúnir fyrir
uppskeruna. Byrjaði hann þá strax að vinna á
þeim að slætti, — en í þá var hann búinn að sá
áður en hann lagði upp í ferðina. — En fyrir sína
einstæðu tilhögun með ferðina, varð hann fráskila
þeirri viðhöfn, sem hátíðarnefndin sýndi Vestur-
íslendingum í viðtökunum við heimkomuna. En
það rýrir á engan hátt gildi hins sjálfstæða unga
manns, þótt liann færi framúr þeim heiðri, er sam-
landar hans urðu aðnjótandi, — svo rösklega kom
hann ferð sinni fram upp á eigin spýtur — vart
22 ára. — Stúlkubarn hafa þau hjón tekið að sér
til uppfósturs. Hún heitir Elín Kristín, móðir henn-
ar, Guðrún Þórdís, dóttir P. S. Guðmundssonar í
Árdal, hafði þá nýlega mist mann sinn.
Landnemi, N.V. 31.
Kristján Bessason. — Bessi faðir hans bjó á
Blöndubakka fyrir utan Blönduós. Guðrún hét
kona Kristjáns, ættuð úr Rangárþingi. Foreldrar
hennar voru Vigfús Jónsson og Vilborg Tómas-
dóttir. Litlu eftir að Kristján settist á landið misti
hann konu sína. Hann er nú í Selkirk.
Landnemi, N.E. 31.
Jón Pálsson. — Hann er sonur Páls Halldórs-
sonar á Geysir (N.E. 15). Þar er hans ítarlega
getið.
Landnemi, S.E. 32.
Sveinbjörn Pálsson. — Hann var sonur Páls
Jóhannessonar og Þórlaugar Einarsdóttur, sem
bjuggu í Grænanesi (Lot E.E. 21). Sveinbjörn
gekk í sjálfboðaliðiö frá Canada í stríðinu mikla.
Þar féll hann; góður drengur og sannur íslending-
ur. Kona hans var Guðrún ísleifsdóttir, systir Ól-
afs á Þjcrsártúni. Þau barnlaus.