Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 64
62
séra Guðmundar. Sonur Guðmundar prófasts, en
albróðir Stefáns var Þorgeir prestur í Nysted í
Danmörku, sem Jónas kvað: “til hans Þorg-eirs í
lundinum góða’’. Nafn hans ber Þorgeir Lárus
Guðmundsson, b r ó ð i r
Ólínu. Hann var um
nokkurra ára bil í Ár-
borg og vann þar að
aktýgjagerð, en er nú til
heimilis hjá Önnu hálf-
systur sinni, konu Nikul-
ásar Össurarsonar. Dótt-
ir hans er skáldkonan
fræga Mrs. Salverson. —
Þau Erlendur og Ólína
giftu sig árið 1881. Eftir
það bjuggu þau í Teiga-
koti þar til 1889. Þá
fluttu þau til Vestur-
heims. Tveim árum síð-
ar settust þau að á Há-
landi. Þar bjuggu þau í
36 ár. Þau eignuðust 7
börn; þrjú eru dáin: 1. Guömundur, sem hér var
áður getið; 2. Þórdís, dó ung; 3. Marilíus, dáinn
fyrir nokkrum árum, giftur var hann Jóhönnu
dóttur Eirík-s Jóhannssonar frá Héraðsdal. Þau
sem lifa eru: 1. Ingibjörg, gift David Mullen frá
Teulon; 2. Anna, gift Jóni Jósefssyni, Sigurðsson-
ar, þau eru á Gimli; 3. Jóna Jóhanna, gift Bob Mul-
len, búsett í Californíu; 4. Halldór, kona hans er
Guðrún Anna, dóttir Tryggva Ingjaldssonar. Þau
eiga þrjá sonu: 1. Andrés Frímann; 2. Erlendur
Theódór; 3. Þórhallur. Þau eru búsett í Árborg.
— Erlendur frá Hálandi þótti verið hafa dreng-
skaparmaður mikill, karlmenni að burðum og at-
orkumaður. Hann er nýlega látinn. Ólína h-efir