Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 40
38
lians ættarnafni: Pétursson. — Þeim hjónum á
Jaðri er vel farið og hafa látið gott af sér leiða.
Landnemi, N.E. 4.
Vilhjálmur Vilhjálmsson. — Hann er ættaður
af Vopnafirði. Um ætt sína er honum mjög
ókunnugt. Hann er einhleypingur, ókvæntur og
barnlaus; er nú kominn hátt á áttræðisaldur.
Landnemi, S.E. 5.
GuSmundur Hansson. — Faðir hans var Hans
bóndi á Litla-Ósi í Miðfirði, Jóhannson bónda á
Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi. Móðir Guðmundar
var Náttfríður Jónsdóttir bónda á Ásbjarnarstöðum
á Vatnsnesi, Jónssonar, er var ættaður af Vestur-
landi. Móðir Náttfríðar var Bóthildur Samsonar-
dóttir skálds, Sigurðssonar. — Guðmundur er skýr-
leiksmaður í betra lagi, glaðlyndur og skemtilegur.
Kona hans er Kristín Lilja, alsystir Jóhannesar
Bergmanns (S.V. 4). Þau lijón giftu sig 1901. —
Einn son hafa þau eignast, er heitir Ingimar. Krist-
ín var dóttir þeirra, dáin 1930. Hún var gift Snorra
Kjærnested. Sigríður er önnur dóttir þeirra, gift
Kristjáni Kjærnested, bróður Snorra. Þeir eru synir
Halldórs Kjærnested.
Landnemi. S.V. 5.
Önundur Guðbrandsson. — Foreldrar hans,
Guöbrandur og Guðbjörg, bjuggu að Fróðá, hinu
sagnfræga höíuðbóli norðan undir Snæfellsjökli.
Kona hans heitir Kristín. Þau tóku rétt á þessu
landi. Er þau liöfðu búið þar í noltkur ár, sieldi
Önundur landið en flutti með fjölskyldu sína vest-
ur í Grunnavatnsbygð. Þeim hjónum farnaðist hér
vel á sínu landnámsbýli, voru vinsæl og vel metin
í nágrenni sínu. Börn áttu þau nokkur, — var
því eftirsjá að þeirri fjölskyldu úr bygðarlaginu.