Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 68
66
hann einnig, og hefir ráðist í ýms gróðavænleg
fyrirtæki, er honum hafa gefist vel. Verzlun hafði
hann í Árborg frá 1911 til 1929 og þótti góður við-
skiftis. Verzlunina hefir hann flutt norður til
Churchill við Hudsonsflóa, en búsettur er hann í
Árborg. — Sigurmundur er tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Sigþrúður Guðmundsdóttir bónda á Litla-
sandi á Hvalfjarðarströnd, Oddssonar bónda á Ind-
riðastöðum, Belgasonar. Móðir Sigþrúðar var
Margrét Sigurðardóttir bónda á Sýruparti á Akra-
nesi, Stefánssonar. En móðir Guðmundar föður
Sigþrúðar var Vilborg Þórðardóttir bónda á Ind-
riðastöðum. Þau Sigurmundur og Sigþrúður giftu
sig 1892. Þá voru þau á 26 ári. Börn þeirra eru:
Sigurður, til heimilis hjá föður sínum í Árborg; 2.
Páll, giftur Sigríði Sigfúsdóttur frá Ljósalandi,
Einarssonar, þau eiga heimili að Hnausum og hafa
þar búskap; 3. Margrét Guðmundína, gift Sigurði
Bjarnasyni, Torfasonar, hann er brikkleggjari í
Winnipeg; 4. Emilía Oddný, gift enskum manni,
hann er rakari í Winnipeg. — Sigþrúður lézt árið
1900. Bróðir hennar var Oddur Akranes, merkur
greindarmaður. í hans landnámi standa “Iða-
vellir’’. — Síðari kona Sigurmundar er Svanbjörg
Sigfúsdóttir frá Blómsturvöllum. Börn þeirra eru:
1. Pálmi; 2. Svanbjörg; 3. Oddný; 4. Sigurmundur
Óskar; 5. Helga; 6. Sigrún. — Sigurmundur er
maður stiltur og geðfastur, fáorður um annara
sakir og sízt gjarn á að fara með slúður og last-
yrði um aðra og jafn frábitinn öllu smjaðri. En
borið hefir honum verið, að hann láti sér freklega
ant um sinn eigin hag. Hitt er líka víst, að heill
almennings hefir hann látið sig miltlu varða og
komið sér vel um hin stærri velferðarmál, sem get-
ið verður í heildarsögu Bifrastarsveitar. Hvítár-
vellir heitir landnámsjörð Sigurmundar.
Sigurður Sigvaldason keypti Hvítárvelli, er
Sigurmundur flutti þaðan. Faðir hans var Sigvaldi