Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 48
46
hann hefir gert alt mögulegt til þess að gera heim-
ilið sem ánægjalegast. Magnús er valmenni, trúr
sínum verkahring, einn hinn bezti heimilisfaðir,
síglaður og skemtilegur. — Þau hjón giftui sig 16.
október 1915. Börn þeirra eru: 1. Jóna Kristín; 2.
Binar Daníel; 3. Filippus Franklín; 4. Elín Magda-
lena; 5. Lilja Soffía.
Landnemi, N.E. 9.
Jón Guðmundsson. — Hann tók rétt á þessu
landi og starfrækir það til heyskapar, en býr í
Hvammi, föðurleifð sinni, sem getið verður síðar
(N.V. 10).
Landnemi S.E. 10.
Halldór Vigfússon. — Hann er bróðir Trausta
í Vatnsdal. Hann er einhleypur verkamaður,
drengur góður og ábyggilegur; prýðisvel gefinn
maður, skemtilegur, skýr og greinargóður. Landið
seldi hann, er hann hafði unnið réttinn á því, en
nú til heimilis hjá Jóhanni Sæmundssyni (S.V. 31).
Landnemi, S.V. 10.
Trausti Vigfússon. — Faðir hans var Vigfús
bóndi í Syðra-Langholti í Ytrihrepp í Árnessýslu,
Guðmundsson bónda í Hlíð í Eystrihrepp, Þor-
steinssonar í Skarfanesi á Landi í Rangárþingi,
Halldórssonar. Voru þeir feðgar taldir vera fræði—
menn og betur að sér en alment gerðist á þeirra
samtíð. Móðir Trausta var Auðbjörg Þorsteins-
dóttir bónda í Úthlíö í Biskupstungum, Þorsteins-
sonar, Jónssonar prófasts í Holti undir Eyjafjöllum,
Jónssonar prests að Þykkvabæjarklaustri, Jónsson-
ar. Föðurbróðir Þorsteins í Úthlíð var Steingrím-
ur biskup. Móðir Auðbjargar var Steinunn Jóns-
dóttir bónda í Skógum undir Eyjafjöllum. Hún
var systir séra Kjartans (það er Skógaætt). En