Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 111
109
Borghildur lézt 26. júní 1924. — Guðmundur Ólafur,
er sonur þeirra hjóna, önnur börn áttu þau ekki.
Hann býr nú á Gilsbakka og dugandi bóndi í góð-
um efnum, skyldurækinn við sitt heimili. Kona
hans er Sigrún Pálína, dóttir Jósefs Sigurðssonar
og Arnbjargar Jónsdóttur, sem bjuggu á Melstað
í Víöinesbygð. Hún er ein hin myndarlegasta
kona og skörulegasta. Þau giftu sig 19. apríl
1905. Og 19. apríl 1930, var þeim haldið veglegt
slifurbrúðkaup af bygðarbúum. Rausnarlegum
gjöfum voru þau sæmd í góðum húsmunum við
það tækifæri. Börn þeirra eru: 1. Borghildur, gift
dr. Prank W. Shaw á Gimli; 2. Bergþóra Arnbjörg;
3. Jósef Björgvin; 4. Gíslína Elinóra; 5. Anna
Fjóla; 6. Óli Sigurjón; 7. Kjartan Óskar; 8. Dag-
heiður Florence.
Landnemi, S.E. 36.
Jósef Guttormsson. — Hann nam þetta land
en býr á eignarjörð sinni Brekku, (Lot V.E. 22)
sem getið er áður. Jósef er fjölhæfur og listfeng-
ur hagleiksmaður, prýðilega skýr, yfirlætislaus og
prúðmenni í allri framkomu. Náfrændi hans er
skáldið Guttormur J. Guttormsson. 'Kona Jósefs
er Jóhanna Jónasdóttir frá Djúpadal.
Landnemi, S.V. 36.
Jónas Þorsteinsson. — Hann var Skagfirð-
ingur í báðar ættir. Móðir hans hét Guðrún Jón-
asdótttir, með henni ólst hann upp, þar til liann
fór að vinna fyrir sér. Kona hans er Lilja Frið-
finnsdóttir, systir Sigurðar í Fagradal. Þau giftu
sig 5. maí 1876. Þá fóru þau að búa á Teigi í
Óslandshlíð. Til Vesturheims fluttu þau 1883.
Litlu síðar settust þau á landið og nefndu það
Djúpadal. Börn þeirra eru: 1. Gísli, er býr í Hlé-
skógum; 2. Herdís, ekkja Guðmundar Jónssonar
frá Fögruvöllum; 3. Jóhanna Guðfinna, kona Jósefs
Gottormssonar; 4. Jónas Marino; 5. Unnvald Óskar;
6. Una Friðný, kona Jóns á Geysir; 7. Guðrún, ó-