Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 60
58
ur þrjár og sonu þrjá: 1. Hermann, býr á Svarf-
fóli, giftur Sesselju Hjálmarsdóttur; 2. Árni Ingimar;
3. Bergþór SigurÖur. En dætur eru: 1. Guðbjörg,
kona Sigmundar frá Héraösdal; 2. Ósk Victoría, gift
Kai’li Bjarnasyni, Torfasonar, búsett á Gimli; 3.
Margrét Jónína, gift Valake, stjúpsyni Kristjáns Pét-
urssonar, Bjarnasonar, í Árborg.
Landnemi, N.V. 16.
Eiríkur S. Bárðarson. — Faðir hans er Sigurð-
ur hómópati Bárðarson, sem víða er kunnur fyrir
sínar lækningar, bæði heima á íslandi og hér
vestra. Hann er enn á lífi búsettur vestur í Blaine.
Móðir Eiríks var Ingiríöur Eiríksdóttir bónda á
Þursstöðum í Borgarhreppi, sem margar sérkenni-
legar sögur hafa verið sagðar af. Þau Sigurður og
Ingiríður bjuggu lengi á Jörva í Hnappadalssýslu.
Þar var Eiríkur fæddur seinasta dag ársins 1874.
Til Vesturheims flutti hann með foreldrum sínum
1888. Snemma hneigðist hugur hans að srníöa-
vinnu, og þegar hann hafði fengið nokkurn þroska,
fór hann að leggja fyrir sig húsabyggingar og hélt
þeim starfa síðan áfram. Á landið flutti hann 1901.
— Kona Eiríks er Margrét, dóttir Sigurðar G. Nor-
dals í Norðtungu. Þau giftu sig 1899. Börn þeirra
eru: 1. Arnaldur; 2. Ingiríður, gift Skafta Leó Jóns-
syni; 3. Valgerður, gift Vernharði Gunnari, syni Ei-
ríku frá Hlíðarenda og Guðjóns Rút í Argyle; 4.
Sigurður Nordal; 5. Sigrún; 6. Edgard; 7. Guö-
mundur Hernit. Eiríkur var skýrleiksmaður í
betra lagi. Hann lézt 30. október 1923. Síðan
liefir Margrét rekið búskapinn af miklum dugnaði
og fyrirhyggju. Þar heitir Láland.
Landnemi, N.E. 16.
Einar Einarsson. — Foreldrar hans voru Einar
Erlendsson og Sveinbjörg, sem bjuggu í Skógum
í Mjóafirði. Bróðir Einars Erlendssonar var Sig-