Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 119
117
1. Helga, ekkja Þorvaldar heitins Þórarinsson-
ar á Skriðulandi við íslendingafljót.
2. Jónas, giftur konu af hérlendum ættum, er
Victoria Plett heitir. Þau bjuggu í mörg ár á
Lóni, eftir að Jónas frændi hans og Helga létu þar
af búskap, en eru nú komin þaðan og eiga heima
í 'Wlinnipeg.
3. Ingibjörg, kona Kristjáns smiðs Ólafssonar
í Riverton.
4. Rannveig, gift hérlendum manni, er J. P.
McLennan heitir. Þau hjón eru búset í Riverton.
5. Tómas, bóndi á Engimýri, á fyrir konu
Magnúsínu Helgu, dóttur Jóns M. Börgfjörð og
konu hans, Guðrúnar Eggertsdóttur, systur Áma
Eggertssonar í Winnipeg og þeirra systkina.
6. Sigurbjörg, gift hérlendum manni, Stanley
Calder að nafni, þau eru búsett í grend við River-
ton.
7. Jóhannes, giftur Hólmfríði Lilju Guðmunds-
dóttur Davíðssonar. Þau eiga heima í Riverton.
8. Sigurbjörn Óskar, kona hans er Lára Jóns-
dóttir Borgfjörð, systir konu Tómasar bónda á
Engimýri. Þau hjón áttu heima um allmörg ár í
Riverton, en eru nú til heimilis í Winnipeg.
Öll eru þau Engimýrarsystkini mannvænlegt
fólk, er þegið hafa í arf margt og mikið af mann-
kostum foreldra sinna og ættfólks. —
Tómas Ágúst Jónasson var maður bráðskýr,
með ágæta minnisgáfu og hafði sterka tilhneig-
ingu til að afla sér fróðleiks. Hann las mikið og
með athugun. Varð hann því fróður um margt
í íslenzkum fræðum. Var skemtilegt að eiga tal
við Tómas um liöngu liðna atburði, og vissi hann
oft öðrum betur þar um ýms atvik. Hann var og
hinn prúðasti maður, yfirlætislaus, en vingjam-
legur og vildi öllum vel. Býst eg við að þeir, sem
þektu hann bezt, hafi talið hann að vera valmenni,
bæði að lundarfari og að mannkostum öllum. —
Guðrún Egedía, kona Tómasar, var hin mesta