Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 94
92
á Saurum í Miðfirði. Kona hans er Ingveldur Arn-
grímsdóttir, ættuð úr Neshreppi ytra á Snæfells-
nesi. Hún var þá fimm ára, er faðir hennar dó,
en móður sína misti hún í fæðingunni. Ólzt hún
því upp hjá vandalausum; því er lítil von til, að
hún viti mikið um ætt sína. Þau hjón giftu sig
1894. Á Skarflióli í Miðfirði bjuggu þau í 2 ár.
Þaðan fluttu þau til Vesturheims árið 1900. Tveim
árum síðar settust þau á landið, er þau nefndu að
Reykjum. Þar bjuggu þau, þar til þau fluttu til
Winnipeg árið 1928; var þá sumt af börnum þeirra
komið þangað áður. Börn þeirra eru: 1. Jóhanna,
gift Ritcher Anderson, sænskum að ætt, búsett í
Winnipeg; 2. Ingibjörg, gift Birni Eyjólfssyni, bú-
sett í Haínarfirði á íslandi; 3. Páll Ragnar, giftur
Sadic Montgomery, af skozkum ættum, búsett í
Winnipeg; 4. Ólafur Helgi; 5. Guðrún; 6. Elínbjörg;
7. Margrét; 8. Jón Julíus, giftur Þórunni Einars-
dóttur, Sigurðssonar, búsett í Winnipeg; 9. Matt-
hías Arnberg. Eitt barn mistu þau hjón ungt á
leiðinni vestur.. Til þess að koma upp níu börn-
um, hafa orðið að haldast í hendur: forsjá, reglu-
semi, þrifnaður og atorka. — Þau Guðmundur og
Ingveldur hafa unnið gott dagsverk.
Landnemi, Lot E.V. 28.
Halldór Jónsson. — Hann tók land í Fljóts-
bygð. Þar er hans ítarlega getið í því landnema-
tali, sem þar var gert. Á þessu landi tók hann ann-
an rétt. Sonur hans er Páll á Geysir.
Landnemi, Lot V.E. 28.
Tómas Sigurðsson. — Faðir hans var Sigurður
bóndi á Hallgilsstööum í Vaðlaþingi, Runólfsson,
bónda í Litla-Dunhaga. En móðir hans var Krist-
ín Jónatansdóttir bónda í Stærra-Árskógi, Jóns-
sonar prests og skálds á Bægisá, Þorlákssonar. —
Kona Tómasar er María Halldórsdóttir, systir Páls
á Geysir. Börn þeirra eru: 1. Leó Mitchell; 2. Jó-
hann Tistram; 3. Thelma; 4. Ethel; 5. Marin; 6.