Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 97
95
bónda á Kjarna (Lot E.V. 22). Hann tók þetta
land árið 1900. Kona hans er Guðrún, dóttir Helga
Jakobssonar frá Sigmundarstöðum í Þverárhb'ð, er
hér verður getið. Þau giftu sig 1915. Börn þeirra
eru: 1. Helgi; 2. Pálmi Sigurjón; 3. Haraldur; 4.
Sigrún; 5. Ingibjörg; 6. Steingrímur. — Þorgrímur
er atorkumaður, kappgjarn og ósérhlífinn, dreng-
skaparmaður, glaðlyndur og skemtilegur. Bráð-
greind eru þau hjón bæði, fróð og minnug. Hjá
þsim er auðvelt að halda uppi skemtilegu og upp-
byggilegu samtali.
Landnemi, N.E. 30.
Sveinn Eyjólfsson. — Hann er sonur þeirra
Eyjóifs og Þórönnu á Eyjólfsstöðum (Lot N.S. 27).
Hann býr á landi því er hann keypti af Birni bróð-
ur sínum (S.V. 16), sem áður er getið. Þetta land
starfrækir hann til heyfanga.
Landnemi, S.E. 31.
Helgi Jakobsson. — Faöir hans var Jakob
bóndi á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð, Sæmunds-
sonar bónda á Steinum í Stafholtstungum, Helga-
sonar bónda á Steinum. Móðir Helga Jakobsson-
ar var Guðrún Jónsdóttir. Hún var systir hins
listhæfa og nafnkunna íþróttamanns, Helga i
Neðra-Nesi í Stafholtstungum. -— Kona Helga Ja-
kobssonar er Ingibjörg Böðvarsdóttir bónda í Örn-
ólfsdal, Jónssonar bónda í Brennu í Lunda-Reykja-
dal. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg, Pétursdóttir
bónda í Norðtungu, Jónssonar bónda á Söndum,
Sveinssonar bónda á Skarði í Neshreppi á Snæ-
fellsnesi. En móðir hennar var Ingibjörg Einars-
dóttir bónda í Kalmannstungu, Þórólfssonar. Móð-
ir hennar var Kristín Jónsdóttir bónda í Kalmanns-
tungu, Magnússonar bónda í Þingnesi, Nikulás-
sonar. En móðir Kristínar var Ingibjörg Bjarna-
dóttir bónda í Kalmannstungu, Þóroddssonar. Bróð-
ir Bjarna í Kalmannstungu var Einar bóndi í Fljóts-
tungu, faðir séra Halldórs í Vogsósum, föður bún-