Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 63
61
Landnemi, S.E. 18.
Odc'leifur G. Oddleifsson. — Hann er sonur
Oests í Haga Oddleifssonar. Hann bjó ekki á
þessii landi, en réttinn á því vann hann til heimilis
hjá foreldrum sínum. Hann er nú búsettur í Ár-
borg. Þar stundar hann járnsmíði og vinnur
kappsamlega að því starfi. — Kona Oddleifs er Sig-
rún, dóttir Guðmundar landnema í Garði í Hnaasa-
bygð, Marteinssonar. Móðir hennar var Ingibjörg
Helgadóttir, ættuð úr Skagafirði. Hún var sein-
asta kona Guðmundar. Þau Oddleifur og Sigrún
giftu sig í maí 1920. Börn þeirra eru: 1. William
Normann; 2. Olive Kristín; 3. Emilía Agnes; 4. Sig-
urborg Esther.
Landnemi, N.E. 177.
Erlendur Erlendsson. — Landnámsbýli sitt
nefndi hann Háland. Faðir hans var Erlendur
bóndi á Teigakoti á Akranesi, Erlendsson bónda á
Stórufellsöxl í Skilmannshreppi, Sigurðssonar hrepp
stjóra á Bekansstööum, Erlendssonar. Móðir Er-
lendar á Hálandi var Ingibjörg Sigurðardóttir
bónda í Akrakoti á Álftanesi, Guðmundssonar, er
var skagfirzkur, Sigurðssonar. En móðir Erlend-
ar í Teigakoti var Kristín Tómasdóttir af Akranesi.
Kona Erlendar á Hálandi er Ólína Theódóra Guð-
mundsdóttir bónda á Elliða í Staðarsveit, síðar í
Ferjukoti í Borgarhreppi, Stefánssonar bónda í
Tungu í Staðarsveit, Guðmundssonar prófasts á
Staðarstað, Jónssonar. Móðir Ólínu var Anna Sig-
urðardóttir bónda á Elliða. Hennar móðir var Krist-
ín Jónsdóttir, af góðum bændaættum á Snæfells-
nesi og í Hnappadal, sem kendar eru við Borgar-
holt og Hjarðarfell. En móðir Guðmundar föður
Ólínu var Halldóra Gunnlaugsdóttir, systir Einars
á Læk í Melasveit. Móðir Stefáns Guðmundsson-
ar prófasts var Þorbjörg Jónsdóttir bónda á
Hlemmiskeiði á Skeiðum. Hún var fyrsta kona