Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 81
79
Vopnafirði. Til Vesturheims flutti Jósef með for-
eldrum sínum 1893, sem getur í landnámssögu
Víðinessbygðar. — Kona Jósefs er Jóhanna Guð-
finna Jónasdóttir frá Djúpadal. Þau giftu sig 1905.
Þau eignuðust 4 börn: Jónas Guttormur, dó 17
ára; Lilja María, kennir á skóla; Stefán Valdimar
og Baidur Pranklín eru heima.
Landnemi, Lot E.E. 22.
Andrés Skagfeld — Hann tók rétt á þessu
landi 1885. Þar heita Sólheimar. Er hann hafði
búið þar 15 ár, flutti hann vestur í Grunnavatns-
bygð. Þar tók hann annan rétt á landi, og þar
er hans ítarlega getið í landnematali. — Tómas
Björnsson keypti þá Sólheima, sem getið er áður,
og flutti þangað frá Hjarðarhaga.
Landnemi, S.E. 23.
Albert Sigursteinsson. — Paðir hans var Sig-
ursteinn Halldórsson, er var bóndi í Ási á Hóls-
fjöllum, en flutti til Vesturheims 1876 og nam land
í Hnausabygð. Með honum kom Albert sonur hans
er þá var á 9. ári. Móðir hans hét Rannveig Frið-
finnsdóttir. En stjúpmóðir hans — kona Sigur-
steins — var Sigríður Jónsdóttir, systir Eiríks
vísiprófasts í Garði — ein hin merkasta kona. —
Kona Alberts er Sigurrós Guðrún. Þau giftu sig
1888. Plún var þá komin vestur fyrir tveimur ár-
um. Paðir hennar var Jón bóndi í Hrútatungu í
Hrútafirði, Árnason bónda á Pjarðarhorni. Móðir
hennar var Sigurlaug Jónsdóttir bónda á Possi, en
hann var bróðir Árna á Fjarðarhorni. Þeir voru
synir Þorsteins bónda á Fossi í Hrútafirði. — Þau
Albert og Sigurrós eru vel metin hjón, skýr og
greinargóð, hjálpfús og greiðvikin. Þau eru í góð-
um efnum, enda haldast þar í hendur dugur, ráð-
deild og reglusemi. Þar heita Selsstaðir. Börn
þeirra hjóna eru átta. Sigursteinn og Kristján eru